27. október 2025
27. október 2025
Rb-blað mánaðarins: hitamyndun húsa
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar.
Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um hitamyndun húsa.
- Rb-blað mánaðarins var gefið út í september 2013 og lýsir það hitamyndun með varmamyndavél sem sýnir breytilegan yfirborðshita mismunandi byggingarhluta eftir uppbyggingu og varmamótstöðu þeirra. Hitamyndun greinir og sýnir mismunandi varmamótstöðu byggingarhluta og loftleka. Aðferðin er heppileg til að skoða og fylgjast með varmatæknilegum eiginleikum og orkutapseiginleikum byggingarhluta, einkum þegar þarf yfirsýn yfir stóra fleti eða þegar myndræn lýsing er æskileg. Blaðið má nálgast með því að smella á þennan hlekk.
- Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk.
Hitamyndun húsa
Varmatap bygginga að skiptir máli, sérstaklega þegar kólna fer í veðri. Unnt er að nota hitamyndun til að staðsetja varmatap, kuldabrýr og loftlekastaði og til að skoða lagnir í byggingum, t.d. kælirafta, hitakapla og gólfhitarör, rafbúnað o.s.fv. Auk þess gagnast hún við nákvæmar hitamælingar og til að fá gott yfirlit yfir geislunarstuðla yfirborðsflata byggingar.
Að kanna reglulega varmatap í byggingum skiptir miklu máli t.d. fyrir orkunotkun, þægindi og umhverfisáhrif.
- Þegar varmi tapast í byggingarhluta þarf að auka afköst húshitunarkerfins til að halda ásættanlegu hitastigi.
- Varmatap getur þýtt aukin orkunotkun og hærri hitunarkostnaður.
- Rétt notkun á eingangrun og aukinn loftþéttileiki á tilteknum stöðum getur dregið úr hættu á myglumyndun og rakavandamálum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




