20. desember 2024
27. september 2024
Rb-blað mánaðarins: Bárujárn
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og mun HMS birta blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blöð mánaðarins voru gefin út í janúar 1979 og fjalla um bárujárn.
- Fyrsta Rb-blaðið fjallar um gerð og eiginleikum bárujárns til þakklæðningar og notkun þess lýst
- Annað Rb-blaðið fjallar um verklýsingu fyrir bárujárnsklæðningu á þök og dæmi um frágang einstakra þakhluta
- Þriðja Rb-blaðið fjallar um dæmi um frágang á þakhlutum. Miðað er við þök, sem klædd eru með báruðum járn- eða stálplötum.
- Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk
Notkun bárujárns sem útveggjaklæðningu er séríslensk byggingarhefð sem hefur þróast og hentar vel í íslenskri veðráttu. Bárujárn er mikið notað hérlendis en líkt og með margt annað þarf að skoða ástand þess reglulega og sinna viðhaldi.
Þar sem veturinn er að ganga í garð minnir HMS á að í vondum veðrum þarf veðurkápa mannvirkja að standast veðurálagið.
Skoða þarf atriði eins og neglingu sérstaklega á þeim stöðum sem vindur gæti komist undir bárujárnið, við þakbrúnir, á samskeytum, við mænisás og á hornum. Einnig þarf að skoða hvort bárujárnið sé heilt, sé ekki ryðgað og verji mannvirkið fyrir vind-og vatnsálagi.
HMS mælir einnig með reglulegri ástandsskoðun mannvirkja og fyrirbyggjandi aðgerðum þar sem þær geta komið í veg fyrir kostnaðarsamt tjón.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS