27. janúar 2026

Flest sveitarfélög eru of sein að skila húsnæðisáætlunum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Skilafrestur húsnæðisáætlana fyrir árið 2026 rann út 20. janúar
  • Einungis 16 af 62 sveitarfélögum hafa skilað inn staðfestum húsnæðisáætlunum
  • Innsendar áætlanir ná aðeins til um 15 prósenta landsmanna

Skilafrestur húsnæðisáætlana sveitarfélaga er nú liðinn. Fá sveitarfélög náðu að skila áætlunum innan tímafrests, en vinna við skil heldur áfram í nánu samstarfi við HMS. Húsnæðisáætlanir eru lykilverkfæri við skipulag og stefnumótun í húsnæðismálum og veita mikilvæga yfirsýn yfir stöðu og horfur á húsnæðismarkaði um allt land.

Hús­næð­is­á­ætl­un­um er ætl­að að styðja við mark­vissa upp­bygg­ingu

Húsnæðisáætlanir eiga að gefa heildstæða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi. Í þeim er að finna greiningu á eftirspurn og framboði ólíkra húsnæðistegunda, mat á framtíðarþörf íbúðarhúsnæðis og umfjöllun um hvernig sveitarfélög hyggjast mæta húsnæðisþörf heimila til skemmri og lengri tíma. Markmið áætlananna er að styðja við markvissa uppbyggingu og auka húsnæðisöryggi.

Í áætlununum er meðal annars fjallað um mannfjöldaþróun, fjölda einstaklinga á heimili, framboð byggingarlóða og þróun byggingarkostnaðar. Þær eru því grundvallarforsenda fyrir upplýsta stefnumótun og samhæfingu aðgerða í húsnæðismálum.

Ein­ung­is 13 sveit­ar­fé­lög skil­uðu hús­næð­is­á­ætl­un inn­an lög­bund­ins frests

Samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 bera sveitarfélög ábyrgð á að vinna og skila húsnæðisáætlunum til HMS fyrir 20. janúar ár hvert. Í ár skiluðu 13 af 62 sveitarfélögum húsnæðisáætlun innan lögbundins frests og ná þær áætlanir til um 14 prósenta landsmanna.

HMS hefur verið í virku samstarfi við sveitarfélögin vegna skila á áætlununum og hefur það samstarf almennt mætt jákvæðu viðmóti og vilja til þess að skila inn áætlunum á réttum tíma. Frekari upplýsingar um stöðu húsnæðisáætlana má sjá í mælaborði húsnæðisáætlana.

Sam­an­tekt hús­næð­is­á­ætl­ana 2025 í vinnslu

HMS bíður nú eftir birtingu mannfjöldatalna Hagstofu Íslands fyrir fjórða ársfjórðung 2025. Að þeim gögnum fengnum hefst vinna við samantekt húsnæðisáætlana ársins 2025.

Gert er ráð fyrir að samantektin verði birt í síðari hluta febrúarmánaðar, eftir því hvenær tölur Hagstofunnar liggja fyrir. Þar verður meðal annars farið yfir mun á spáðri og raunverulegri mannfjölgun, umfang íbúðabygginga miðað við áætlanir og hvernig lóðaúthlutanir gengu á árinu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS