6. nóvember 2024

Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán á morgun

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS opnar á morgun, þann 7.nóvember kl 8:30, fyrir umsóknir um hlutdeildarlán. Hægt verður að sækja um hlutdeildarlán til og með 18. nóvember með því að smella á þennan hlekk. Um er að ræða næst síðustu úthlutun ársins en síðasta úthlutunin verður í desember.

Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau  sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Lánunum er því ætlað að auðvelda fólki að brúa bilið við fasteignakaup og komast inn á húsnæðismarkaðinn.

Hægt að sækja um til og með 18. nóv­em­ber

Umsóknartímabilið að þessu sinni er frá 7. nóvember til og með 18. nóvember.
Til úthlutunar fyrir umsóknartímabilið eru 400 milljónir króna og dugi fjármagnið ekki sem nú er til úthlutunar verður dregið af handahófi úr umsóknum þeirra umsækjanda sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána í samræmi við forgangsreglur.
Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% veittra hlutdeildarlána úthlutað til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Ekki verður hægt að gefa út lánsvilyrði fyrr en allar umsóknir hafa verið yfirfarnar.

HMS veitti 61 hlut­deild­ar­lán í októ­ber

Töluverð umframeftirspurn var eftir hlutdeildarlánum í október þar sem 61 umsókn var samþykkt af þeim 145 sem bárust. Til úthlutunar í október voru 800 milljónir króna en heildarfjárhæð umsókna var nærri 1.900 milljónir. Ekki kom þó til þess að draga þyrfti úr umsóknum því forgangsreglur dugðu. Því fengu allir þeir sem voru með samþykkt kauptilboð og uppfylltu öll skilyrði lánveitingar úthlutað láni.

Níu millj­örð­um út­hlut­að til 900 íbúða

Frá því að fyrst var byrjað að veita hlutdeildarlán árið 2020 hafa slík lán verið veitt til kaupa rúmlega 900 íbúða og nemur heildarfjárhæð hlutdeildarlána um 9 milljörðum króna. Alþingi samþykkti í sumar að hækka lánsfjárheimild til hlutdeildarlána úr 3 milljörðum í 4 milljarða króna og var opnað fyrir umsóknir að nýju í október.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS