21. febrúar 2025

Opinn fundur um leigumarkaðinn á Íslandi

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS boðar til opins fundar þriðjudaginn 25. febrúar kl. 10:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis leigumarkaðar. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS í Borgartúni 21 og verður einnig sendur út í streymi á hms.is/streymi.

Síðastliðin ár hefur verið markvisst unnið að því hjá stjórnvöldum að öðlast betri yfirsýn yfir íslenskan leigumarkað, stöðu hans og horfur. HMS var þannig falið það hlutverk að fylgjast með þróun og ástandi húsaleigumarkaðarin, annast greiningar, rannsóknir og útgáfu upplýsinga um leigumarkaðinn.  

Tilgangur Vegvísis leigumarkaðar er að upplýsa almenning og stjórnvöld um stöðu leigumarkaðarins eins og hún birtist okkur í dag, en í rökréttu samhengi við söguna. Vegvísinum er einnig ætlað að vera innlegg í stefnumótun stjórnvalda í málaflokknum og fyrir vikið hefur hún að geyma umfjöllun um framtíðarhorfur og tillögur að aðgerðum. 

Dagskrá

  • Leigumarkaðurinn á Íslandi; saga, alþjóðlegur samanburður og núverandi staða
    Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá HMS
  • Framtíðarhorfur leigumarkaðar og tillögur HMS
    Drengur Óla Þorsteinsson, verkefnastjóri leigumála HMS
  • Bráðaaðgerðir í húsnæðismálum
    Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður og formaður aðgerðarhóps um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum

Fundarstjóri: Regína Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri leigumarkaðssviðs HMS

Skráning á fundinn

Hér getur þú skráð þig á fundinn

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS