31. desember 2024
27. desember 2024
Nýtt Rb-blað um lagningu þakpappa
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis og mannvirkjastofnunun hefur undanfarið leitt átaksverkefni sem ætlað er að stuðla að bættu verklagi og draga úr brunahættu við lagningu þakpappa. Fyrsta áfanga verkefnisins fyrir jól með útgáfu Rb leiðbeiningablaðs vegna lagningu þakpappa, Rb (99) 24 12 23, Lagning þakpappa - Undirbúningur, forvarnir og framkvæmd. Efni blaðsins tekur almennt á ferlinu sem fylgir lagningu þakpappa með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og verklag vegna brunahættu og öryggismála.
Í kjölfar brunans í Kringlunni í sumar setti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun af stað vinnu við gerð Rb blaðs vegna lagningu þakpappa. Starfshópur helstu hagsmunaaðila vann að gerð blaðsins sem samanstóð af fulltrúum frá Samtökum iðnaðarins, Vinnueftirlitinu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Brunatæknifélaginu ásamt fulltrúum HMS.
Heildarútgáfan er umfangsmikil og inniheldur viðauka sem ætlað er að styðja enn frekar við öruggar verklegar framkvæmdir. Viðaukar blaðsins innihalda gátlista vegna undirbúnings og framkvæmda við lagningu þakpappa, sniðmát dagskýrslu brunavaktar og sniðmát og leiðbeiningar við gerð brunaáhættumats. Hægt er að nálgast viðauka um brunaáhættumat vegna lagningu þakpappa hér.
Útgáfa Rb-blaðsins er í samræmi við aðgerð 2.2. Vegvísi að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar. Þar er kveðið á um að koma á skilvirku útgáfuferli Rb-blaðanna ásamt reglulegri endurskoðun og uppfærslu.
Rb-blað um lagningu þakpappa
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS