12. nóvember 2024

Nýtt Rb-blað og útgáfa myndbands um meðferð byggingarvara

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Þann 5. nóvember síðastliðinn hélt HMS útgáfuviðburð þar sem nýtt Rb-blað var meðal annars kynnt. Um er að ræða tækni- og leiðbeiningablað fyrir mannvirkjagerð þar sem umfjöllunarefnið er meðferð byggingarvara.

Á sama viðburði var frumsýnt myndband sem fjallar um rétta meðferð á byggingarvörum.

  • Nýja Rb-blaðið má nálgast með því að smella á þennan hlekk
  • Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk
  • Myndbandið má nálgast með því að smella á þennan hlekk
  • Upptöku af útgáfuviðburðinum 5. nóvember má nálgast með því að smella á þennan hlekk

Útgáfa Rb-blaðsins er í samræmi við lið 2.2. í Vegvísi að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar. Þar er kveðið á um að koma á skilvirku útgáfuferli Rb-blaðanna ásamt reglulegri endurskoðun og uppfærslu.

Útgáfa Rb-blaðsins (og myndbandsins) er einnig í samræmi við lið 1.3. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030. Þar kemur fram að borið hefur á því að byggingarvörur séu geymdar við röng skilyrði, meðhöndlaðar með röngum hætti við byggingu og ekki notaðar rétt. Það getur leitt til þess að mikilvægum eiginleikum byggingarvara sé ekki náð og þær virki ekki sem skildi, sem síðan getur haft þær afleiðingar að vörurnar endist skemur en ella og séu jafnvel heilsuspillandi. Vekja þarf sérstaka athygli á þessu og auka fræðslu fagaðila um rétta meðferð byggingarvara samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og hönnuða og í samræmi við lög um byggingarvörur.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS