16. apríl 2024

Nokkur ráð um meðhöndlun rafhlaupahjóla og annarra tækja með liþíum rafhlöður

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um slys af völdum rafhlaupahjóla vill HMS minna á að notendur þeirra skuli gæta fyllsta öryggis við meðhöndlun þeirra vegna eldhættu sem af þeim stafar, sem og öðrum tækjum sem innihalda liþíum rafhlöður.

Notkun tækja sem innihalda liþíum rafhlöður verður sífellt algengari, en þau má finna á flestum heimilum landsins. Algeng tæki sem innihalda liþíum rafhlöður eru símar, spjaldtölvur, rafhlaupahjól, rafrettur, rafmagnsverkfæri og snjallúr.

Hægt er að draga úr líkum á slysum tengdum vörum með líþíum rafhlöður með því að fylgja eftirfarandi skrefum:

  • Ekki hlaða tækin þegar allir eru sofandi eða enginn er til staðar
  • Nota skal hleðslubúnað sem fylgir tækjunum eða er sérstaklega ætlaður þeim
  • Rafhlaðan og hleðslutækið eiga að vera á flötu óbrennanlegu undirlagi
  • Brennanleg efni eiga ekki að vera nálægt tækjunum
  • Ekki breiða yfir hleðslubúnaðinn eða rafhlöðuna
  • Reykskynjari á að vera til staðar í því rými sem tækið er hlaðið
  • Ekki hlaða rafhlöðuna í frosti eða miklum hita
  • Ekki hlaða skemmda rafhlöðu

Þar að auki vill HMS árétta að skemmdir á liþíumrafhlöðum geta valdið eldsvoða jafnvel þó þær séu ekki í hleðslu. Skipta skal út skemmdum rafhlöðum án tafar.

Hér að neð­an má sjá stutt mynd­band um bruna í liþ­í­um raf­hlöð­um

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS