2. júní 2023

HMS auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði brunamála fyrir árið 2023

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa á sviði brunavarna og slökkvistarfa og sérstakra áhættuþátta í umhverfi þeirra sem sækja um styrki og auka hæfni þeirra til miðlunar þekkingar. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, og til námskeiðshalds og frekari uppbyggingar fagþekkingar á sviði brunavarna og slökkvistarfa sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1600/2022.

Fræðslusjóður brunamála hefur til umráða 4.000.000 kr. og mun 60-90% verða ráðstafað í verkefni sem hafa beina tengingu við starfsemi slökkviliða. Aðrir aðilar sem vinna að brunamálum eiga kost á 10-40% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Sjóðurinn veitir ekki styrki til einkafyrirtækja.

Við úthlutun styrkja skal stuðst við umsagnir frá úthlutunarnefnd í samræmi við verklagsreglu HMS.

Umsóknir merktar „Fræðslusjóður brunamála 2023“ skal senda til HMS, fyrir 16. júlí nk. á netfangið brunavarnasvid@hms.is, með útfylltu umsóknarformi og viðeigandi fylgigögnum. Umsóknarformið er aðgengilegt hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS