23. apríl 2025
2. júní 2023
HMS auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði brunamála fyrir árið 2023
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa á sviði brunavarna og slökkvistarfa og sérstakra áhættuþátta í umhverfi þeirra sem sækja um styrki og auka hæfni þeirra til miðlunar þekkingar. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, og til námskeiðshalds og frekari uppbyggingar fagþekkingar á sviði brunavarna og slökkvistarfa sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1600/2022.
Fræðslusjóður brunamála hefur til umráða 4.000.000 kr. og mun 60-90% verða ráðstafað í verkefni sem hafa beina tengingu við starfsemi slökkviliða. Aðrir aðilar sem vinna að brunamálum eiga kost á 10-40% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Sjóðurinn veitir ekki styrki til einkafyrirtækja.
Við úthlutun styrkja skal stuðst við umsagnir frá úthlutunarnefnd í samræmi við verklagsreglu HMS.
Umsóknir merktar „Fræðslusjóður brunamála 2023“ skal senda til HMS, fyrir 16. júlí nk. á netfangið brunavarnasvid@hms.is, með útfylltu umsóknarformi og viðeigandi fylgigögnum. Umsóknarformið er aðgengilegt hér.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS