18. september 2025

Mánaðarskýrsla HMS september 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Mánaðarskýrsla HMS fyrir september 2025 er komin út, en hana má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að á fasteignamarkaði lækkaði íbúðaverð að raunvirði á síðustu tólf mánuðum, en mikið framboð íbúða á sölu heldur aftur af verðhækkunum. Í skýrslunni kemur einnig fram að á lánamarkaði hafa hrein ný íbúðalán ekki verið hærri í fjögur ár.

Mánaðarskýrsla HMS

Myndir að baki mánaðarskýrslu

Yfir þús­und kaup­samn­ing­ar um íbúð­ar­hús­næði í júlí 

Á fasteignamarkaði var meira keypt af notuðum íbúðum í júlímánuði heldur en á fyrri árum, á meðan nýjar íbúðir seldust verr. Fasteignaverð hefur lækkað að raunvirði á síðustu tólf mánuðum, en mikið framboð íbúða á sölu heldur aftur af verðhækkunum.

Um 5.000 íbúðir voru til sölu í upphafi septembermánaðar og hafði sá fjöldi nær tvöfaldast frá upphafi árs 2023. Nýjar íbúðir á sölu voru um 2.000 í byrjun mánaðarins, en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga.

Ísland og Nýja-Sjáland hafa bæði glímt við afleiðingar mikillar fólksfjölgunar á síðustu 10 árum auk skarpra vaxtalækkana á tímum heimsfaraldursins. Á allra síðustu árum hefur íbúðaverð hins vegar lækkað á Nýja-Sjálandi á meðan það hefur haldið áfram að hækka hérlendis, að öllum líkindum vegna meiri fólksfjölgunar, mikilla launahækkana og verðtryggingar.  

Bruna­varn­ir í leigu­hús­næði lak­ari

Á leigumarkaði eru erlendir ólíklegri til að þiggja húsnæðisbætur en Íslendingar. Leigjendur sem fá húsnæðisbætur og koma erlendis frá búa sömuleiðis fleiri á hverju heimili og fá því að jafnaði lægri húsnæðisbætur á hvern heimilismann.

Brunavarnir í leiguhúsnæði reynast mun lakari en í eigin húsnæði, samkvæmt mælingu HMS á stöðu leigjenda. Mikill meirihluti leiguíbúða hefur reykskynjara, en minna en helmingur þeirra hefur auðrataða og greiðfæra neyðarútganga.

Hrein ný íbúða­lán til heim­ila ekki hærri í fjög­ur ár 

Á lánamarkaði hafa hrein ný íbúðalán til heimila ekki verið hærri í fjögur ár. Í nýliðnum júlímánuði voru ný óverðtryggð íbúðalán til heimila meiri en upp- og umframgreiðslur, í fyrsta skipti frá því í janúar 2023.

Starfs­fólki tek­ið að fækka í bygg­ing­ar­iðn­aði sam­hliða minnk­andi veltu

Á byggingarmarkaði er starfsfólki í byggingariðnaði tekið að fækka og velta hefur dregist saman að raunvirði eftir fjögurra ára vöxt í greininni. Erlendum starfsmönnum hefur fækkað um 135, en starfsmönnum í byggingargeiranum með íslenskan bakgrunn hefur fjölgað lítillega á sama tíma.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS