14. október 2025
19. júní 2025
Mánaðarskýrsla HMS júní 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Mánaðarskýrsla HMS fyrir júní 2025 er komin út, en hana má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fasteignamarkaður hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Leigumarkaðurinn hefur sýnt merki aukins eftirspurnarþrýstings á síðustu mánuðum eftir að hafa kólnað nokkuð í fyrravetur.
Mánaðarskýrsla HMS
Myndir að baki mánaðarskýrslu*
Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur í samræmi við meðaltal síðustu tíu ára
Fasteignamarkaðurinn hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur hefur verið í samræmi við meðaltal síðastliðinna tíu ára, en nýjar íbúðir seljast þó verr en aðrar íbúðir.
Fasteignasalar telja að umsvif á fasteignamarkaðnum séu frekar lítil í júní, samkvæmt mánaðarlegri könnun HMS hjá félagsmönnum Félags fasteignasala. Meirihluti svarenda könnunarinnar sem miðla fasteignum á höfuðborgarsvæðinu telja fasteignamarkaðinn vera á valdi kaupenda þessa stundina.
Aukin eftirspurnarþrýstingur á leigumarkaði
Leigumarkaðurinn hefur sýnt merki aukins eftirspurnarþrýstings á síðustu mánuðum eftir að hafa kólnað nokkuð í fyrravetur. Á leiguvefnum Myigloo.is eru álíka margir virkir leitendur og um mitt ár i fyrra og eru þeir um tvöfalt fleiri en fjöldi leigusamninga sem skráðir eru af vefnum.
Umsvif á skammtímaleigumarkaði eru álíka mikil og í fyrra. Þó var talsverð fjölgun í apríl samanborið við fyrri ár sem bendir til að umsvif á skammtímaleigumarkaði geti orðið meiri í sumar samanborið við síðustu tvö sumur.
Hrein ný lántaka töluverð hjá lífeyrissjóðum
Á lánamarkaði var hrein ný lántaka mjög lítil hjá bönkunum í apríl, þriðja mánuðinn í röð, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Aftur á móti var hrein ný lántaka töluverð hjá lífeyrissjóðunum. Veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum eru almennt lægri en hjá bönkum en á móti kemur búa heimilin að talsverðum sparnaði þar sem innlán heimila hafa aukist umfram ráðstöfunartekjur á síðustu misserum.
Fjárfesting jókst í íbúðarhúsnæði í fyrra
Á byggingarmarkaði jókst fjárfesting í íbúðarhúsnæði um tæpan fimmtung að raunvirði í fyrra eftir að hafa dregist saman árið 2023. Að jafnaði störfuðu 5,4% fleiri í byggingariðnaði í fyrra var en árið 2023 en dregið hefur úr fjölgun starfsfólks í greininni í ár sem þó er bundin talsverðum árstíðasveiflum.
*Uppfært 18. september: Öll umfjöllun um sölu nýrra íbúða hefur verið uppfærð í samræmi við endurbætta skilgreiningu á nýjum íbúðum í kaupskrá. Frekari upplýsingar á vef HMS hér
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS