16. september 2025

Leiðrétt gögn sýna fleiri kaupsamninga um nýjar íbúðir

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Fleiri kaupsamningar hafa verið gerðir um nýjar íbúðir en áður hefur verið birt eftir að HMS hefur samræmt skilgreiningu á nýjum íbúðum í gagnasöfnum sínum
  • Með nýrri skilgreiningu verða kaupsamningar um nýjar íbúðir 1.047 á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, í samanburði við 791 kaupsamning samkvæmt eldri skilgreiningu.
  • Samræmingin hefur engin áhrif á grunngögn, vísitölur eða kaupverðsjá HMS

Yfirferð á gögnum hjá HMS hefur leitt í ljós að kaupsamningar um nýjar íbúðir hafa verið vantaldir vegna þröngrar skilgreiningar á nýjum íbúðum. Eldri skilgreining taldi aðeins með íbúðir sem höfðu verið byggðar á árinu sem þær voru keyptar eða árinu fyrr, á meðan ný skilgreining telur einnig með allar íbúðir hafa byggingarár tveimur árum áður en þær voru keyptar.

Fleiri kaup­samn­ing­ar og styttri birgða­tími

Sjá má mun á fjölda kaupsamninga um nýjar íbúðir fyrir og eftir yfirferðina á skilgreiningu nýrra íbúða. Með nýrri skilgreiningu voru þinglýstir kaupsamningar um nýjar íbúðir 1.047 á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, í samanburði við 791 kaupsamning samkvæmt eldri skilgreiningunni.

HMS vinnur nú að því að leiðrétta tölfræði um nýjar íbúðir í mánaðarskýrslum sem gefnar hafa verið út á þessu ári. Endurbætt skilgreining á nýjum íbúðum ætti að gefa raunsærri mynd af stöðunni á markaði fyrir nýjar íbúðir, en líkt og HMS hefur greint frá hefur sölutími þeirra og birgðatími verið langur á síðustu misserum.

Þar sem birgðatími miðar við söluhraða síðustu mánaða leiða fleiri kaupsamningar á nýjum íbúðum til þess að birgðatími nýrra íbúða sé styttri en áður var talið. Á mynd hér að neðan má sjá birgðatíma nýrra íbúða fyrir og eftir endurbætta skilgreiningu.

Líkt og myndin sýnir er áætlaður birgðatími nú 12,8 mánuðir með nýrri skilgreiningu, samanborið við 16 mánuði með gömlu skilgreininguna. Á höfuðborgarsvæðinu styttist birgðatíminn úr 22,3 mánuðum í 16,9 mánuði með nýrri skilgreiningu, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins styttist birgðatíminn úr 10,5 mánuðum í 8,5 mánuðum með nýrri skilgreiningu.

Hef­ur eng­in áhrif á grunn­gögn og vísi­töl­ur HMS

Leiðréttingin hefur engin áhrif á gögn sem HMS birtir reglulega á heimasíðu sinni um veltu og fjölda kaupsamninga eða á kaupskrá HMS. Heildarfjöldi kaupsamninga helst óbreyttur, þar sem leiðrétt skilgreining sneri bara að því hvort íbúðir væru flokkaðar sem nýjar eða notaðar.

Leiðréttingin hefur sömuleiðis engin áhrif á vísitölur HMS eða kaupverðsjá, þar sem ekki er tekið mið af ofangreindri skilgreiningu á nýjum íbúðum þar. Einu gögnin sem breytast eru gögnin sem hafa verið á bak við myndir í fyrri mánaðarskýrslum og snúa að kaupsamningum með nýjar íbúðir.

Fyrri um­fjall­an­ir um litla sölu nýrra íbúða standa enn

Þrátt fyrir að ný skilgreining sýni aðeins meiri umsvif á markaði fyrir nýjar íbúðir en fyrri tölur gáfu til kynna er virknin enn lítil í sögulegu samhengi. Birgðatíminn er yfir einu ári á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki verið lengri frá því að HMS hóf mælingar í lok árs 2017. Til samanburðar er birgðatíminn notaðra íbúða nálægt 3 mánuðum.

Kaupsamningar með nýjar íbúðir eru einnig fáir, sérstaklega ef litið er til þess hversu margar þeirra eru óseldar þessa stundina. Nýjar íbúðir voru 15 prósent af öllum seldum íbúðum á fyrri árshelmingi, en til samanburðar voru nýjar íbúðir 21 prósent af öllum seldum íbúðum á fyrri hluta síðasta árs.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS