17. október 2024

Kaupskrá fasteigna er nú uppfærð daglega

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • HMS uppfærir nú kaupskrá fasteigna á hverjum degi í stað mánaðarlega
  • Með daglegum uppfærslum á kaupsamningum verður hægt að nálgast betri rauntímaupplýsingar um fasteignamarkaðinn
  • Ný kaupverðsjá veitir aðgang að upplýsingum um markaðsverð fasteigna með aðgengilegum hætti

HMS hefur ákveðið að uppfæra kaupskrá fasteigna daglega og munu því upplýsingar um þinglýsta kaupsamninga vera aðgengilegar almenningi nær rauntíma en áður. Hægt er sækja kaupskrána á CSV-formi hér, en kaupskráin er líka undirstaða kaupverðsjár HMS, sem hægt er að nálgast hér.

Inni­held­ur helstu upp­lýs­ing­ar úr þing­lýst­um kaup­samn­ing­um

Kaupskrá fasteigna inniheldur upplýsingar sem HMS skráir upp úr þinglýstum kaupsamningum. Þar má meðal annars finna upplýsingar um kaupverð, dagsetningu kaupsamnings og staðsetningu fasteignar eftir póstnúmerum.

Áður fyrr var kaupskráin uppfærð mánaðarlega, annað hvort á 22. degi hvers mánaðar eða fyrsta virka dag eftir það. Nú fer uppfærslan hins vegar fram á hverri nóttu, rétt eftir miðnætti. Allir kaupsamningar munu birtast um leið og HMS hefur skráð þá, sem er alla jafna nokkrum dögum á eftir útgáfu og þinglýsingu.

Hægt að nálg­ast mark­aðs­upp­lýs­ing­ar nær raun­tíma

Kaupverðsjá HMS, sem nálgast má hér, byggir á samningum í kaupskrá fasteigna. Þar geta notendur valið byggingarár, fermetrafjölda, tegund og staðsetningu þeirra fasteigna sem eiga að birtast í kaupverðsjánni og skoðað verðþróun þeirra.

Kaupverðsjáin uppfærist daglega, en ólíkt kaupskrá fasteigna mun verðsjáin einungis birta upplýsingar frá mánuðum sem eru nú þegar liðnir.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS