6. janúar 2026

Skattaafsláttur til leigusala með skráningu húsaleigusamninga í Leiguskrá HMS

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Frá og með 1. janúar 2026 er öllum leigusölum skylt að skrá húsaleigusamninga í Leiguskrá HMS. Skyldan nær til allra gildra húsaleigusamninga og er liður í að styrkja umgjörð leigumarkaðarins, auka gagnsæi og bæta aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum.

Samhliða þessari breytingu voru gerðar breytingar á tekjuskattslögum sem fela í sér skattaafslátt fyrir einstaklinga af fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna, að því gefnu að húsaleigusamningar séu skráðir í Leiguskrá HMS. Með þessu er leigusölum veittur hvati til að uppfylla skráningarskyldu og tryggja að upplýsingar um leigusamninga séu réttar.

HMS mun senda upplýsingar úr Leiguskrá til Skattsins til að styðja við forskráningu á framtölum. Þetta einfaldar framtalsgerð og veitir leigusölum betri yfirsýn yfir leigutekjur sínar og skráðar upplýsingar, auk þess sem það dregur úr hættu á villum eða vanframtali.

Í tengslum við þessar breytingar hefur HMS gefið út lífsviðburðinn Að leigja á island.is. Lífsviðburðinum er ætlað að veita aðgengilegar og skýrar grunnupplýsingar fyrir bæði leigjendur og leigusala, meðal annars um réttindi og skyldur aðila, gerð húsaleigusamninga og skráningu þeirra í Leiguskrá HMS. Markmiðið er að leiðbeina fólki í gegnum ferlið og styðja við öruggt og skilvirkt leigusamband.

Mæla­borð

Á vef HMS.is er jafnframt að finna gögn og mælaborð Leiguskrár, sem eru sett fram til að auðvelda aðgengi að upplýsingum um leigumarkaðinn og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Mælaborðin veita yfirsýn yfir stöðu og þróun leigumarkaðarins á landsvísu og eftir svæðum.

Meðal þess sem þar er að finna eru:

  • Leiguverðsjá, sem sýnir þróun leiguverðs yfir tíma og eftir landshlutum
  • Yfirlit yfir skráða húsaleigusamninga, meðal annars sundurliðað eftir landshlutum
  • Samantektargögn og tölfræði sem nýtast bæði almenningi, sérfræðingum og stjórnvöldum við greiningu á leigumarkaðinum

Með skráningu húsaleigusamninga í Leiguskrá HMS, bættri upplýsingagjöf og aðgengilegum mælaborðum, ásamt einfaldari tengingu við skattkerfið, er stigið mikilvægt skref í átt að auknu gagnsæi, betri yfirsýn og markvissari stjórnsýslu á leigumarkaði.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS