Sækja kaupskrá fasteigna (CSV)

Kaupskrá fasteigna inniheldur upplýsingar sem HMS skráir upp úr þinglýstum kaupsamningum. Þar má meðal annars finna upplýsingar um kaupverð, dagsetningu kaupsamnings og staðsetningu fasteignar. Kaupsamningar geta verið um íbúðarhúsnæði, sumarhús eða atvinnuhúsnæði. 

Gögnin eru uppfærð á hverjum degi eftir skráningu og yfirferð. 

HMS ber ekki ábyrgð á notkun upplýsinganna af hálfu þriðja aðila.

Sjá notk­un­ar­leið­bein­ing­ar og eig­enda­lýs­ingu kaup­skrár hér fyr­ir neð­an:

Eig­enda­lýs­ing kaup­skrár

DálkurTegundLengdLýsing
faerslunumerCHAR6Einkvæmt færslunúmer fyrir hvern kaupsamning
emnrCHAR3Einkvæmt númer hvers sýslumannsembættis
skjalanumerCHAR13Númer skjals (emnr+skjalanumer er einkvæmt númer skjals)
fastnumCHAR7Fastanúmer fasteignar
heimilisfangVARCHARHeimilisfang fasteignar
postnrCHAR3Póstnúmer þess póstsvæðis sem staðfang er innan
heinumCHAR7Heitinúmer er sjö stafa auðkennisnúmer staðfanga/fasteignaheita. Eitt heitinúmer er fyrir hvert staðfang. Annarstaðar er þetta kallað staðfanganúmer
svfnCHAR4Sveitarfélagsnúmer er fjögurra stafa auðkennisnúmer
sveitarfelagVARCHARHeiti sveitarfélags
utgdagDATETIME YEAR TO SECONDDagsetning undirskriftar kaupsamnings
thinglystdagsDATETIME YEAR TO SECONDDagsetning þinglýsingar kaupsamnings
kaupverdINTEGERKaupverð í samningi
fasteignamatINTEGERFasteignamat við kaupsamning
brunabotamat_gildandiINTEGERGildandi brunabótamat
byggarINTEGERByggingarár (fokheldisár)
fepilogCHAR6Samsetning af matshlutanúmeri (mhlnr), hæðarnúmeri (haed) og einingu (ein) í aðalmatshluta
einflmDECIMALEiningarflatarmál mannvirkis/fasteignar
lod_flmDECIMALFlatarmál lóðar
lod_flmeinCHAR2Eining flatarmáls lóðar
fjherbINTEGERFjöldi herbergja
tegundVARCHARFasteignum er skipt í nokkra tegundarflokka - Sérbýli - Fjölbýli - Bílskúr/skúr - Sumarhús - Atvinnuhúsnæði - Annað
fullbuidINTEGEREf fasteign er fullbúin þá 1 annars 0
onothaefur_samningurINTEGEREf samningur er ónothæfur þá 1 annars 0. Samningur verður ónothæfur í vísitöluútreikning og samanburð t.d. vegna þess að samningurinn er - Milli skyldra - Fjöldi fasteigna í samningi fleiri en 1 - Kvöð um notkun - Fjármálastofnun selur - Fjármálastofnun kaupir - Greitt með lausafé - Greitt með fasteign - Selt að hluta - Ófullnægjandi uppl. um staðgreiðsluverð - Ástandi ábótavant

Leið­bein­ing­ar varð­andi end­ur­not op­in­berra upp­lýs­inga

Rétthafi upplýsinganna/efnisins sem þessar leiðbeiningar ná yfir hvetur alla til að nota og endurnýta þær/það með hvaða hætti sem er.

Rétthafi upplýsinganna/efnisins (hér eftir kallað „upplýsingarnar“) gefur ótímabundna heimild til varanlegrar notkunar upplýsinganna hvar sem er, án gjaldtöku. Hann gefur eftir einkarétt sinn, sé honum til að dreifa, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.

Þessar leiðbeiningar skerða ekki réttindi sem notandi nýtur nú þegar samkvæmt íslenskum lögum.

Not­andi má:

  • afrita, birta, senda upplýsingarnar og dreifa þeim,
  • aðlaga upplýsingarnar og
  • nýta upplýsingarnar, þar með talið í hagnaðarskyni, til dæmis með því að setja þær saman við aðrar upplýsingar eða með því að sameina þær annarri vöru eða hugbúnaði.

Not­andi verð­ur að:

  • taka fram hver uppruni upplýsinganna er og mælst er til þess að það sé gert með þeim hætti sem rétthafi upplýsinganna biður um
  • einnig er mælst til þess að vísað sé í þessar leiðbeiningar.

Ef rétthafinn hefur ekki óskað eftir að uppruni upplýsinganna verði tilgreindur með tilteknum hætti má nota eftirfarandi tilvitnun: „Byggir á upplýsingum frá“ og nafngreina þar á eftir rétthafa upplýsinganna.

Í þeim tilfellum þar sem upplýsingar frá mörgum rétthöfum eru notaðar og endurnýttar í einu verki og erfitt er að telja upp alla, nægir að nota tengil á vefslóð sem inniheldur tilvísun til allra rétthafa upplýsinganna.

Til­kynn­ing­ar

Ef notandi verður var við að upplýsingarnar hafi að geyma eftirfarandi er mælst til þess að hann geri rétthafa viðvart:

  • persónuupplýsingar;
  • einkennismerki opinberra aðila eða skjaldarmerki nema þar sem þau geta talist mikilvægur hluti af skjalinu eða gagnasafninu;
  • réttindi þriðja aðila sem rétthafi upplýsinganna hefur ekki heimild til að veita aðgang að;
  • efni undir öðrum hugverkarétti eins og einkaleyfi, vörumerki eða hönnun;
  • auðkennandi skjöl, svo sem vegabréf.

Ekk­ert sam­þykki

Notkun upplýsinganna gefur notanda hvorki heimild til þess að gefa til kynna að hann sé í opinberri stöðu né að rétthafi hafi samþykkt notkun hans á upplýsingunum sérstaklega.

Eng­in ábyrgð

Upplýsingarnar veita notanda ekki heimild til framkvæmda eða aðgerða sem annars eru ólöglegar eða þarfnast sérstakra leyfa. Rétthafi upplýsinganna er undanskilinn fyrirsvari, ábyrgð, skyldum og skaðabótum í tengslum við upplýsingarnar að því marki sem lög leyfa.

Rétthafi upplýsinganna ber ekki ábyrgð á villum eða vanskráningu í upplýsingunum og er ekki ábyrgur fyrir neinu tjóni, meiðslum eða skaða sem hlýst af notkun þeirra. Rétthafi upplýsinganna ábyrgist ekki áframhaldandi aðgengi að upplýsingunum.

Skil­grein­ing­ar

Í þessum leiðbeiningum hafa orðin hér fyrir neðan eftirfarandi merkingu:

  • „rétthafi“ er opinber aðili sem annaðhvort getur talist höfundur upplýsinga eða hefur fengið heimild frá höfundi (þriðja aðila) til að veita aðgang að upplýsingunum.
  • „upplýsingar“ eru allt það efni sem rétthafi hefur veitt aðgang að.

Þessar leiðbeiningar byggja á VII. kafla upplýsingalaga nr.140/2012. Einnig var höfð hliðsjón af breska „Open government licence“ http://www.nationalarchives.gov.uk/doc/open-government-licence/version/3