8. janúar 2026
8. janúar 2026
Stofnaðar lóðir í fasteignaskrá árið 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Alls voru 1.652 lóðir staðfestar árið 2025
- Staðfestum lóðum fjölgar um fjórðung á milli ára
- Flestar lóðir voru staðfestar í Kópavogsbæ
Alls voru staðfestar 1.652 nýjar lóðir í fasteignaskrá HMS árið 2025 og fjölgar þeim um fjórðung á milli ára. Flestar lóðir voru íbúðahúsalóðir* eða um 800 talsins, en slíkum lóðum fjölgar töluvert á milli ára. Auk þess voru skráðar 306 sumarhúsalóðir og 296 viðskipta- og atvinnuhúsalóðir.
Á myndinni hér að ofan má sjá fjölda nýskráðra lóða árið 2025 eftir öllum flokkum. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 164 talsins árið 2025, en líklegast er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði þá skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.
Flestar lóðir í Kópavogi
Á árinu 2025 voru langflestar lóðir stofnaðar í Kópavogsbæ, eða 177 talsins, flestar íbúðarhúsalóðir. Næstflestar nýjar lóðir voru staðfestar í Hafnarfirði á árinu eða 91 talsins. Næst kemur Bláskógabyggð en þar voru 84 nýjar lóðir staðfestar á árinu og flestar sumarhúsalóðir.
*Athygli er vakin á því að ein íbúðarhúsalóð samsvarar ekki endilega einni íbúð, þar sem á einni lóð geta verið margar íbúðir, til dæmis í fjölbýlishúsum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




