7. janúar 2026

Greiðsla húsnæðisbóta í desember og samantekt yfir árið 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS greiddi þann 30. desember 2025 um 938 milljónir króna í húsnæðisstuðning til leigjenda vegna leigu í desember. Þessar greiðslur styðja við þúsundir heimila um land allt og miða að því að draga úr húsnæðiskostnaði efnaminni leigjenda og auka húsnæðisöryggi þeirra.

Húsnæðisstuðningurinn skiptist í tvo meginflokka. Það eru, almennar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélaga.  

Al­menn­ar hús­næð­is­bæt­ur

Stærsti hluti stuðningsins eru húsnæðisbætur, sem er ætlað að lækka húsnæðiskostnað tekju- og efnaminni leigjenda. HMS greiddi um 912 milljón króna til um 17.439 umsækjenda í almennar húsnæðisbætur vegna leigu í desember.

Sér­stak­ur hús­næð­is­stuðn­ing­ur fyr­ir Kópa­vog og Skaga­fjörð

HMS greiðir einnig sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sveitarfélögin Skagafjörð og Kópavog sem hluta af tilraunaverkefni stjórnvalda. Sérstakur húsnæðisstuðningur er á vegum sveitarfélaganna og er ætlað að styðja við þá sem eiga erfitt með að standa straum af húsnæðiskostnaði vegna fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna. Í desember voru greiddar um 26 milljónir króna til um 1.017 umsækjenda í Kópavogi og 83 umsækjenda í Skagafirði.

Árið 2025

Á árinu greiddi HMS samtals 11,3 milljarðir króna í húsnæðisbætur vegna ársins 2025.  Þar af voru 312 milljónir króna greiddar í sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Kópavog og Skagafjörð. 292 milljónir króna voru greiddar vegna sértæks húsnæðisstuðnings vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ og 10,9 milljarðir króna greiddar í almennar húsnæðisbætur. Alls voru um 23 þúsund heimili eða um 40 þúsund einstaklingar sem fengu greiddar almennar húsnæðisbætur á árinu. Myndin hér fyrir neðan sýnir dreifingu greiðslna á milli mánaða á árinu 2025.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS