Mælaborð húsnæðisáætlana

Í mælaborði húsnæðisáætlana birtast upplýsingar fyrir öll sveitarfélög landsins. Spá um þróun mannfjölda og áætlaða íbúðaþörf birtist eingöngu fyrir þau sveitarfélög sem hafa skilað inn samþykktri stafrænni húsnæðisáætlun fyrir árið 2024 en notast er við óbreytta stöðu í þeim sveitarfélögum sem ekki hafa skilað inn samþykktri stafrænni húsnæðisáætlun. Óbreytt staða miðast við stöðuna árið 2023.