15. október 2025
15. október 2025
HMS hefur birt drög að áætluðum eignamörkum jarða á Vestfjörðum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- HMS hefur áætlað eignamörk um 750 jarða á Vestfjörðum
- Eigendur fá send bréf þess efnis í dag í pósthólfið sitt á island.is
- Aðilar hafa 6 vikur til að bregðast við
HMS er vel á veg komið við að kortleggja jarðir á Vestfjörðum og hefur áætlað eignarmörk um 750 jarða í landshlutanum. Hægt er að skoða eignamörkin í landeignaskrá HMS, en þar er einnig að finna áætluð eignamörk fyrir 1.720 jarðir á Norðurlandi.
Áætlun eignamarka á Vestfjörðum er liður í verkefni HMS um að áætla landamerki jarða um allt land, þar sem hnitsett afmörkun liggur ekki fyrir. Hægt er að lesa meira um verkefnið hér, en markmið þess er að bæta landeignaskrá þannig að hún geti þjónað sem heildstætt upplýsingakerfi um eignarhald lands á Íslandi.
Frá því að HMS tók við málaflokki fasteignaskrár hefur stofnunin unnið markvisst að uppbyggingu landeignaskrár. Í upphafi árs 2023 var um 29% flatarmáls Íslands afmarkað í landeignaskrá. Hlutfalið jókst í 39% árið 2024 og nú í október 2025 er það komið upp í 62% með áætlun eignamarka á stórum hluta Norðurlands og nú á Vestfjörðum.
Sex vikur til að bregðast við áætluðum eignamörkum
HMS sendi í dag eigendum jarðanna bréf á island.is, þess efnis að drög að áætluðum eignamörkum væru komin í birtingu. Aðilar hafa sex vikur til að bregðast við og senda HMS athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.
Athugasemdir er hægt að senda á rafrænan hátt gegnum þar til gert form á island.is. Þar að auki geta landeigendur hitt starfsmenn í eigin persónu ef bókaður er fundur með því að senda okkur póst á netfangið jardir@hms.is eða í símanúmer stofnunarinnar 440-6400.
Norðaustur- og austurland eru næst til yfirferðar
Næstu svæði sem verða tekin til yfirferðar eru Þingeyjasýslur og Múlasýslur. Gert er ráð fyrir að drög að áætlun eignamarka á því svæði verði kynnt landeigendum seinni hluta árs 2026. Tímaáætlun annarra svæða er lýst í tímaáætlun verkefnis.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS