Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
HMS stendur að verkefni þar sem landamerki jarða um allt land eru áætluð.
Ef upplýsingar um stærð og eignamörk lands vantar er HMS heimilt að áætla þau til skráningar í landeignaskrá. Áður en til þess kemur skal stofnunin gefa landeiganda og öðrum hlutaðeigandi kost á því að bæta úr skorti á upplýsingum. Nánar um stærð og eignamörk í 3. mgr., 3. gr. a. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001.
Áætlun eignamarka felst í kortlagningu eignamarka jarða út frá aðgengilegum heimildum og samningum sem eigendur hafa gert í gegnum tíðina. Út frá heimildum þessum eru drög unnin að áætluðum landamerkjum jarða. Landeiganda er tilkynnt um drög að áætlun eignamarka í gegnum Ísland.is og drögin birt í vefsjá landeigna. HMS tekur á móti athugasemdum við drög að áætlun eignamarka. Athugasemdareyðublað má finna á Ísland.is ásamt nánari leiðbeiningum. Allar athugasemdir eru teknar til vinnslu við gerð niðurstöðu áætlaðra eignamarka.
Kostnaður
Áætlun HMS á eignamörkum jarða er eigendum að kostnaðarlausu. Landeigandi getur ráðið merkjalýsanda til að fullvinna merki jarðarinnar með gerð merkjalýsingar. Landeigandi ber kostnað af gerð merkjalýsingar en áætluð eignamörk geta þjónað sem grundvöllur með tilheyrandi sparnaði á tíma og vinnu.
Athugasemd við drög að áætlun eignamarka
Með athugasemd við áætlun eignamarka er landeiganda og öðrum hlutaðeigandi gert kleift að koma að upplýsingum sem skipt geta máli við áætlun eignarmarka. Athugasemd við áætlun eignamarka skal berast innan 6 vikna frá birtingu draga að áætlun eignamarka.