Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Tímaáætlun verkefnis
Tímaáætlun verkefnis
Landinu öllu hefur verið skipt niður í afmörkuð svæði sem verða afgreidd eitt af öðru. Svæðaskiptingin byggir á sýslumörkum þar sem grunnheimildir fyrir áætlun landamerkja eru landamerkjabækur frá þjóðskjalasafni sem byggja á sýslumörkum í Íslandi eins og þau voru um aldamótin 1900 (á ritunartíma landamerkjabókanna).
Hvert svæði fer í gegnum hefðbundinn verkferil HMS og fyrstu drög að áætlunum voru birt í upphafi árs 2025.
HMS áætlar að sýslurnar verði unnar í þeirri röð sem sýnd er á töflunni hér að neðan. HMS áskilur sér rétt að breyta framsettri tímaáætlun og röð svæða eftir því sem verkefnið þróast og vinnst.
Áætlaður afgreiðslutími svæða
| Ár | Svæði |
|---|---|
| 2025 | Eyjafjarðarsýsla |
| 2025 | Skagafjarðarsýsla |
| 2025 | Húnavatnssýslur |
| 2025 | Strandasýsla |
| 2025 | Ísafjarðarsýslur |
| 2025 | Barðastrandasýsla |
| 2025 | Suður-Þingeyjarsýsla |
| 2026 | Norður-Þingeyjarsýsla |
| 2026 | Suður-Múlasýsla |
| 2026 | Norður-Múlasýsla |
| 2027 | Vestur-Skaftafellssýsla |
| 2027 | Austur-Skaftafellssýsla |
| 2027 | Dalasýsla |
| 2027 | Snæfellsness- og Hnappadalssýsla |
| 2027 | Mýrasýsla |
| 2027 | Borgarfjarðarsýsla |
| 2027 | Gullbringu- og Kjósarsýsla |
| 2028 | Rangárvallasýsla |
| 2028 | Árnessýsla |
| 2028 | Vestmannaeyjar |
| 2028 | Reykjavík |
