7. febrúar 2025

Hitastig og taugar í rafmagnstöflum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur á undanförnum misserum borist ábendingar um illa farnar og jafnvel brunnar taugar í rafmagnstöflum, þetta virðist að einhverju leyti tengjast auknu stöðugu álagi sem hefur í för með sér hækkandi hitastig í töflum. Hár hiti í töflum er vaxandi vandamál og getur valdið verulegri hættu, hann minnkar straumflutningsgetu töflutauga og getur stytt líftíma búnaðar í töflunni, t.d. var- og rafeindabúnaðar, og í verstu tilfellum valdið bruna.

Eitt mikilvægasta atriðið sem töflusmiður þarf að staðfesta og sannreyna er hitastigshækkun innan töflunnar við venjulega notkun. Tilgangurinn er að tryggja rétt val á töflutaugum með tilliti til straumflutningsgetu og að búnaður í töflunni, t.d. var- og rafeindabúnaður, starfi með réttum hætti við það hitastig sem hann er útsettur fyrir.

HMS, í samstarfi við Fagnefnd Samtaka rafverktaka, Sart, hefur gefið út leiðbeiningar um hitastig og taugar í rafmagnstöflum þar sem m.a. er komið inn á þær kröfur sem gilda, áhrif hita á straumþol tauga og varbúnað, ákvörðun um þversnið töflutauga o.fl.

Hér má nálgast leiðbeiningar um hitastig og taugar í rafmagnstöflum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS