23. desember 2024
13. desember 2022
Hægt að fylgjast með íbúðauppbyggingu í rauntíma
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Nýtt mælaborð, sem sýnir með gagnvirkum hætti hversu margar íbúðir eru í byggingu á öllu landinu, var tekið formlega í notkun í dag á kynningarfundi HMS og Samtaka iðnaðarins. Nú er því í fyrsta sinn hægt að sjá íbúðir í byggingu á einum stað.
Á gagnvirku Íslandskorti á vef HMS er nú hægt að skoða allar íbúðir í byggingu sem og öll byggingaráform í rauntíma, allt frá útgáfu framkvæmdaleyfis til lokaúttektar. Þannig geta verktakar, lánastofnanir, söluaðilar byggingarefna og fasteignasalar nú loksins byggt áætlanir sínar á staðreyndum. Upplýsingarnar í mælaborðinu eru teknar upp úr mannvirkjaskrá HMS og uppfærast samhliða úttektum í rauntíma. Hægt er að sjá hlutfallslega hversu langt byggingarnar eru komnar.
Hér er hægt að fara inn á mælaborðið
Ofmat á mannfjölda kollvarpar ekki mati HMS á íbúðaþörf
Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem HMS fékk til að meta hugsanlegt ofmat mannfjölda og hvaða áhrif það hefði á íbúðaþarfagreiningu HMS. Var þetta gert í kjölfar þess að Hagstofan birti nýverið manntal sem gaf til kynna að mannfjöldi væri ofmetinn um 11 þúsund.
Samkvæmt greiningu Hagfræðistofnunar HÍ er mannfjöldi hér á landi ofmetinn um 17 þúsund og hefur ofmatið aukist um 6.500 frá árinu 2015. Á móti komi þó að fólksfjölgun hefur verið umfram mannfjöldaspá síðustu tvö árin. Að mati HMS kollvarpar áðurnefnt ofmat á mannfjölda ekki fyrra mati stofnunarinnar á íbúðaþörf, sem hefur verið á bilinu 3.000-4.000 íbúðir frá því 2019. Það sé mannfjöldaþróunin fremur en sjálfur mannfjöldinn sem hafi úrslitaáhrif. HMS mun endurskoða íbúðaþarfagreininguna, líkt og gert er árlega, og verður sú nýjasta birt í byrjun næsta árs.
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, flutti erindi á fundinum og sagði mikilvægt að auka framboð íbúða til að endurtaka ekki sömu mistökin þar sem byggt er of lítið á köflum og stöðugleika í íbúðauppbyggingu vantar. Nauðsynlegt væri að stjórnvöld grípi til aðgerða til að hjálpa framboðshliðinni í því efnahagsástandi sem nú er. Stöðugleiki í framboði húsnæðis verði lykilþáttur í að ná niður verðbólgunni og þar með vaxtakostnaði heimila.
Dagskrá fundarins:
- Birting rauntímaupplýsinga um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá - Glærur (Hefst 02:50)
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja og sjálfbærni, HMS - Íbúðaþörf: Helstu drifkraftar og óvissa - Glærur (Hefst 19:50)
Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur, HMS - Grundvöllur aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði - Glærur (Hefst 32:40)
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur, SI
Upptaka af fundinum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS