11. júní 2024

Fræðsluátak HMS um rétta meðferð á byggingarvörum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hóf nýlega fræðsluátak varðandi rétta meðferð á byggingarvörum. Átakið nær yfir sumarið og fram á haustið, en markmið þess er meðal annars að draga úr rakaskemmdum og öðrum göllum í mannvirkjum með réttri meðferð á timbri, plötum, múrefni og notkun á kerfum sem samanstanda af fleiri en einni vöru.

Röng með­höndl­un veld­ur skemmd­um í mann­virkj­um

Rekja má hluta af göllum í mannvirkjum til rangrar meðferðar á byggingarvörum, sem leiðir til þess að vörurnar tapi eiginleikum. Dæmi um slíka galla eru rakaskemmdir vegna timburglugga sem hafa ekki verið geymdir í viðunandi aðstæðum og skemmdir vegna þess að röng tegund límbands hefur verið notuð fyrir þakdúka.

Fræðsluátakið mun standa fram á haust. Í því felst meðal annars samtal og samstarf við helstu hagaðila, það er þeirra sem koma að mannvirkjagerð. Þar á meðal eru neytendur, verktakar, skólar sem mennta til mannvirkjagerðar, söluaðilar og fleiri.

HMS mun einnig gefa út nýtt RB blað varðandi rétta meðferð á byggingarvöru á næstu mánuðum. HMS hefur haft á stefnuskránni að endurvekja útgáfu RB blaðanna svonefndu, en í þeim er fjallað um bestu aðferðir hverju sinni varðandi ýmislegt sem snýr að mannvirkjagerð.

Að hausti mun HMS gefa út fræðslupakka til helstu hagaðila um rétta meðferð byggingarvöru. Í pakkanum verður að finna myndbönd og aðra umfjöllun sem viðkomandi aðilar geta nýtt sér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS