22. nóvember 2022

Flutningur kerfa Fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS lokið

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Síðastliðin föstudag færðust kerfi og þjónustur Fasteignaskrár alfarið yfir til HMS frá Þjóðskrá. Unnið var að flutningi kerfa alla helgina enda um umfangsmikla aðgerð að ræða. Flutningur tókst vel og eru öll kerfi keyrandi í nýju umhverfi.

HMS þakkar öllum sem komu að þessari viðamiklu og flóknu aðgerð en um 35 manns voru að störfum um helgina við yfirfærsluna og mun fleiri komu að verkefninu sem hefur verið sjö mánuði í undirbúningi. HMS vill sérstaklega þakka Þjóðskrá, Þekkingu, Prógramm, Direkta, Advania, Miracle, One Systems, Stafrænu Íslandi, Abra, Sensa, Wise og Opnum Kerfum fyrir aðstoðina.

Einnig þakkar HMS fyrir skilning og stuðning þeirra sem urðu fyrir óþægindum vegna flutningsins.

Búast má við raski vikuna 21.-25.nóvember og hvetjum við notendur til að hafa samband ef einhver vandamál koma upp í gegnum netfangið flutningurkerfa@hms.is eða í síma 440-6400. Við leggjum okkur fram við að leysa fljótt og vel úr erindum sem berast. 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS