4. október 2024

Fleiri óskráðir leigjendur í leigumarkaðskönnun HMS 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Óskráði leigumarkaðurinn stækkar, þar sem fleiri en áður leigja af vinum og ættingjum
  • Um fjórði hver leigjandi á stúdentagörðum og fimmti hver leigjandi hjá einkareknum leigufélögum greiðir 60 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu
  • Meirihluti leigjenda sem ekki hafa lokið háskólanámi getur ekki safnað fyrir útborgun til íbúðakaupa

Samsetning leigumarkaðarins hefur breyst, þar sem fleiri leigja af vinum og ættingjum en í fyrra, samkvæmt leigumarkaðskönnun HMS fyrir árið 2024. Könnunin bendir til þess að námsmenn og einstaklingar sem leigja af einkareknum fyrirtækjum standa sérstaklega höllum fæti á leigumarkaði, og finna má aðstöðumun á milli leigjenda eftir menntunarstigi.

Lesa má helstu niðurstöður úr könnuninni í skýrslu sem nálgast má með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Helstu niðurstöður leigumarkaðskönnunar 2024

Helstu niðurstöður leigumarkaðskönnunar 2024

Leigumarkaðskönnunin, sem HMS lætur framkvæma árlega, mælir fjárhag, viðhorf, bakgrunn og önnur atriði er varða stöðu leigjenda um allt land. Prósent sá um framkvæmd könnunarinnar fyrir HMS var gögnum safnað á tímabilinu 28. júní 2024 til 25. júlí 2024. Heildarfjöldi svarenda 661 talsins og svarhlutfallið í könnuninni var 49%.

Hús­næð­is­kostn­að­ur leigj­enda hækk­aði í takt við ráð­stöf­un­ar­tekj­ur

Svarendur könnunarinnar greiddu að meðaltali 206.280 krónur í leigu í síðastliðnum júlímánuði. Til samanburðar var meðalleigan í júlí 228.515 krónur í leiguverðsjá HMS, en þar er hlutfall markaðsleigu hærra. Hægt er að nálgast leiguverðsjána með því að smella á þennan hlekk.

Könnunin sýnir einnig að verðmunur á leigu eftir tegund leigusala er að meðaltali 84 þúsund krónur, en leigjendur innan markaðsleigu greiddu að meðaltali 251.982 krónur í leigu á sama tíma og þeir sem leigja utan markaðsleigu greiddu 167.449 að meðaltali. HMS hefur áður greint frá verðmuninum á milli leigusala sem hægt er að lesa með því að smella á þennan hlekk.  

Samkvæmt könnuninni hækkaði leiguverð minna en ráðstöfunartekjur leigjenda, á meðan annar húsnæðiskostnaður hækkaði umfram ráðstöfunartekjur. Heildarkostnaður húsnæðis hækkaði í takt við ráðstöfunartekjur hjá svarendum könnunarinnar.

Helm­ing­ur leigj­enda býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að

Ráðstöfunartekjur leigjenda sem svöruðu könnun Prósents voru 589 þúsund krónur að meðaltali, sem er 15 prósent hækkun frá árinu áður. Hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum leigjenda fer í leigu, en í könnuninni var hlutfallið að meðaltali 44 prósent í ár sem má teljast íþyngjandi. Hlutfallið hefur haldist frá 43 til 45 prósentum frá 2020.

Á myndinni hér að ofan má sjá svör leigjenda flokkuð eftir hlutfall leigu af ráðstöfunartekjum og tegund leigusala. Hún sýnir að um það bil helmingur leigjenda býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, en íþyngjandi húsnæðiskostnaður er skilgreindur sem húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40 prósent af ráðstöfunartekjum heimilis.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS