24. maí 2022

Ferskur blær fyrir uppbyggingu hagkvæms húsnæðis

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB við undirritun rammasamningsins.
Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB við undirritun rammasamningsins.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Tilkynnt var um stofnun nýs íbúðafélags í gær en félagið ber nafnið Blær.

Tilkynnt var um stofnun nýs íbúðafélags í gær en félagið ber nafnið Blær. ASÍ, BSRB og VR standa fyrir stofnun félagsins, en þar mun reynsla og þekking Bjargs leigufélags vera nýtt en þessi félög eru systurfélög. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB.

Forseti ASÍ, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í gær rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði. VR kemur til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn með langtímahugsun og lághagnað að leiðarljósi.

Þetta er mikið fagnaðarefni og mikilvægur liður í þeirri vinnu að auka framboð á hagkvæmu húsnæði hér á landi. Eins og fram kom í nýútgefinni skýrslu starfshóps Þjóðhagsráðs um húsnæðismál þá er nauðsynlegt að auka framboð á húsnæði og byggja þarf 35.000 íbúðir hér á landi á næstu 10 árum. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið hér á landi undanfarin tvö ár og má rekja þessar miklu hækkanir til skorts á íbúðum, því er mikilvægt að auka framboðið og sérstaklega á hagkvæmu húsnæði á viðráðanlegu verði. Innkoma Blæs er mikilvægur liður í þeirri þróun.

HMS fagnar tilkomu nýs félags og óskar stofnendum þess til hamingju með þennan mikilvæga áfanga í sögu húsnæðismála á Íslandi.

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB við undirritun rammasamningsins.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS