10. desember 2024

Byggingarvörur - tækifæri til einföldunar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS, Samtök iðnaðarins og Danish Technological Institute boða til fræðslufundar um byggingarvörur þann 17. desember næstkomandi klukkan 13:00 í húsakynnum HMS í Borgartúni 21. Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Fundinum verður einnig streymt á vefsíðu HMS. 

Þegar kemur að byggingarvörum gegna hönnuðir og framleiðendur byggingarvara, auk söluaðila, lykilhlutverki í að auka skilvirkni í mannvirkjagerð. Á fundinum verður því farið yfir ábyrgðarhlutverk þeirra ásamt ábyrgð verktaka. Í framhaldinu munu sérfræðingar hjá HMS fjalla um verkefni sem hafa verið í brennidepli í ár, annars vegar eftirlit með gluggum og hins vegar fræðsluáætlun um meðferð byggingarvara. 

Í mars á þessu ári var gefinn út Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar með 16 aðgerðum sem ætlað er að varða leiðina að framtíðarskipulagi málaflokksins. Aðgerðir 3.2. og 3.3. snúa að því að hið opinbera, í samstarfi við viðeigandi aðila á markaði, tengist faggildum prófunarstofum í nágrannaríkjum til að styðja við innleiðingu faggilda prófana byggingarvara í samræmi við alþjóðakröfur. Teknologisk Institut í Danmörku er faggild prófunarstofa og munu tveir sérfræðingar segja frá stofnuninni og prófunum sem þeir framkvæma. 

Mikil tækifæri felast í því að samræma verklag þegar kemur að byggingarvörum sem hefur í för með sér lækkun byggingarkostnaðar, færri byggingagalla og betri mannvirki. 

Um er að ræða sannkallaðan jólafund þar sem byggingarvörur verða í forgrunni. 

Dagskrá: 

Hlutverk og skyldur framleiðenda byggingarvara, hönnuða og verktaka
Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni

Fræðslupakki um meðferð byggingarvara
Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, sérfræðingar á sviði mannvirkja og sjálfbærni

Markaðseftirlit - gluggar
Þórhallur Óskarsson, sérfræðingur á sviði brunavarna og markaðseftirlits

Tæknistofnun rannsókna og prófana
Ole Bellen, markaðsstjóri hjá Teknologisk Institut

CE marking of construction products - Challenges and opportunities
Anders Elbek, viðskiptastjóri hjá Teknologisk Institut

Söluaðili byggingarvara
Kjartan Long, verkefnastjóri hjá BYKO

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest. 

Byggingarvörur - tækifæri til einföldunar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS