28. nóvember 2025

BURÐUR opnar fyrir umsóknir í Ask - mannvirkjarannsóknasjóð 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Markmið sjóðsins er að styðja við rannsóknir sem skila gagnlegum og áreiðanlegum niðurstöðum og styrkja húsnæðis og mannavirkjagerð í heild. Við úthlutanir er horft sérstaklega til þarfa og áskorana í íslenskri mannvirkjagerð, með áherslu á lausnir byggðar á gögnum, nýjustu þekkingu og skýrum markmiðum um sjálfbærni.  

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

ASKUR hvetur fagfólk úr háskólasamfélaginu, rannsókna- og nýsköpunargeiranum, opinberum aðilum og atvinnulífi að vinna saman að metnaðarfullum verkefnum.  Verkefni eru metin út frá nýútgefin Rannsóknarþörf húsnæðis og mannvirkja og eru þrír áhersluflokkar í ár.  

Íslenskt veðurfar  

  • Veður, slagregn, vindur, frost- og þíðuálag og áhrif loftslagsbreytinga á byggingar og byggingahluta

Rakatengd málefni og byggingagallar   

  • Virkni veðurhjúps, þéttingar,  lagnakerfi og orsakavaldar rakaskemmda 

Innivist  

  • Loftgæði, hljóðvist, ljósvist og áhrif á heilsu, vellíðan og notagildi bygginga. 

Rannsóknarþörfin varpar ljósi á mikilvægi, umfang, eðli og samfélagslegan ávinning mannvirkjarannsókna í breiðum skilningi. Markvissari rannsóknavinna á sviði mannvirkjagerðar hjálpar rannsakendum að velja brýn viðfangsefni til rannsókna og mun hún vera í leiðarljósi við val á  verkefnum til úthlutunar úr Aski. Rannsóknarþörfin í dag er ekki tæmandi yfirlit eða forgangsröðun rannsóknaþarfar í íslenskri húsnæðis- og mannvirkjagerð, hún gefur  mynd af stöðunni eins og hún er í dag.  

Nýj­ar áhersl­ur í út­hlut­un 2025 

Til að styðja markvissar rannsóknir verða úthlutanir  á eftirfarandi hátt: 

  • Færri styrkir – hærri fjárhæðir. Í ár er leitast eftir að styðja færri en stærri verkefni.  
  • Meiri áhersla lögð á lokaafurðir. Nýtt matskerfi leggur m.a. aukna áherslu á gæði niðurstaða/lokaafurða og að niðurstöður nýtist húsnæðis- og mannvirkjagerð og samfélaginu í heild. 
  • Miðlun í fyrirrúmi. Burður er sameiginlegur miðlunarvettvangur og gert er ráð fyrir virkri miðlun niðurstaðna á vettvangi hans. Miðlun rannsókna fer fram í gegnum Burð – samstarfsvettvang mannvirkjarannsókna og prófana www.burdur.is  
  • Breytt fyrirkomulag útgreiðslna. Styrkir verða greiddir út í þremur hlutum (í stað tveggja) 
  • Lengri rannsóknarverkefni.  Eins og undanfarin ár er miðað við að styrkja verkefni til 12 mánaða. Hægt er að sækja um rannsóknastyrki til allt að 36 mánaða. Fjármagn er tryggt fyrir fyrsta hluta verkefnisins og vilyrði veitt fyrir seinni úthlutunum.  Skila þarf áfangaskýrslum (niðurstöðum) árlega sem verða birtar á vef Burðar.  

 

Opið er fyrir umsóknir til 31. desember 2025. Veittur er frestur til lokaskila fylgigagna til 16. janúar 2026, sjá nánar í umsóknarferli. 

Heildarfjármagn Asks í ár er 187,5 m.kr.  

Nánari upplýsingar á askur@hms.is  

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS