25. nóvember 2025
25. nóvember 2025
Norrænt samstarf á NCFC 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Fulltrúar HMS tóku þátt í Nordic Climate Forum for Construction (NCFC) 2025 sem fram fór í Kaupmannahöfn í lok október. Um er að ræða mikilvægan norrænan vettvang um sjálfbærni í mannvirkjagerð, þar sem saman koma fulltrúar ráðuneyta, systurstofnana, rannsóknaaðila, háskóla og atvinnulífs frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Evrópusambandinu.
Ráðstefnan var haldin í húsnæðinu Thoravej 29, sem er endurnýjuð iðnaðarbygging sem hefur verið umbreytt í nútímalegt þekkingar- og samfélagsrými – gott dæmi um hvernig hægt er að nýta núverandi mannvirki á sjálfbæran hátt.
Á málþinginu var megináhersla lögð á:
- lífsferilsgreiningu (LCA) og þróun regluverks um kolefnisspor bygginga
- nýtingu núverandi bygginga, m.a. breytingu frá niðurrifi yfir í endurbætur og umbreytingu bygginga
Mikilvæg þekkingar- og reynslumiðlun
Fundargestir hlýddu á erindi frá helstu sérfræðingum á sviðinu, m.a. frá EU Energy og EU Environment & Climate sem kynntu stöðu vinnu við nýjar ESB-tilskipanir og reglugerðir. Einnig voru kynnt dæmi úr atvinnulífinu, t.d. Nordic Carbon Tracker frá NoAN í Noregi og umbreytingarverkefni Vasakronan í Svíþjóð.
Frá Íslandi, fyrir hönd HMS, tóku þátt Elín Þórólfsdóttir, Elísabet Sunna Gunnarsdóttir og Páll Hafstað.
Í máli Elínar á ráðstefnunni kom fram:
„Þessi vettvangur skiptir okkur miklu máli. Hann gerir okkur kleift að miðla reynslu og læra af samræmdri norrænni nálgun á nýtingu bygginga, lífsferilsgreiningum og stafrænum lausnum.”
Á árinu 2026 tekur Ísland við sem leiðandi aðili og mun hýsa ráðstefnuna hér á landi.
Nánar um Ráðstefnuna
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS





