9. október 2024

Askur hefur opnað fyrir umsóknir 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Aski- mannvirkjarannsóknasjóði fyrir árið 2024. Hægt er að sækja um til og með 9. nóvember á hms.is/askur, en tæplega tvöfalt meira fjármagn er til úthlutunar í ár miðað við fyrri ár.

Sam­vinna iðn­að­ar, há­skóla og at­vinnu­lífs

Í ár er fjórða styrkár Asks, en sjóðurinn var stofnaður til að efla stoðir byggingariðnaðarins í samstarfi við háskólasamfélag og atvinnulíf. Alls eru 185 milljónir króna til úthlutunar í ár, og er það hátt í tvöföldun frá fyrri styrkárum. Árin 2021 og 2022 voru 95 milljónir króna til úthlutunar, en í fyrra nam heildarúthlutunin 101,5 milljónum króna.

Styrkir úr Aski eru veittir í samstarfi við innviðaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Sjóðurinn veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Við hverja úthlutun er horft til þarfa, eðlis og áskorana á sviði mannvirkjagerðar, áherslu á nýsköpun og markmiða um sjálfbærni. Leitast er við að opna opinbert styrkjaumhverfi fyrir fleiri aðila úr háskólasamfélaginu og atvinnulífinu og einnig að stuðla að auknu samstarfi við erlenda rannsóknaraðila.

Áhersluflokkar Asks árið 2024 eru:

  • Byggingargallar, raki og mygla
  • Byggingarefni
  • Orkunýting og losun
  • Tækninýjungar
  • Gæði

Finna má frekari upplýsingar á heimasíðu Asks, en þar koma fram áhersluþættir ársins og starfsreglur sjóðsins ásamt kynningarmyndbandi um umsóknarferlið. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember næstkomandi.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS