4. desember 2024
4. júní 2024
Aðgát skal höfð við hleðslu rafbíla á ferðalögum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Í ljósi aukinnar rafbílanotkunar og upphafs ferðasumarsins vill HMS benda ökumönnum rafbíla á eftirfarandi atriði þegar ferðast er um landið:
- Aldrei ætti að nota tengla við hleðslu rafbíla nema þeir séu sérstaklega ætlaðir til slíks
Á mörgum stöðum um landið er ekki auðvelt fyrir eigendur að komast að hleðslustöð þegar best hentar. Þá getur verið freistandi að nota neyðarhleðslutækið og stinga í samband í næsta tengil, til dæmis á tjaldsvæði, gististað eða í sumarbústað. Með slíkum tengingum getur hins vegar skapast töluverð slysa- og brunahætta.
Hver einstakur tengipunktur til hleðslu rafbíla skal varinn með yfirstraumsvarnarbúnaði og bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) af réttri gerð, sem eingöngu verja þennan tiltekna tengipunkt. Í flestum tilfellum henta hefðbundnir heimilistenglar ekki til hleðslu rafbíla, nema þeir séu varðir og tryggt sé að straumur fari ekki yfir 8 til 10A.
HMS bendir á leiðbeiningar sem stofnunin hefur gert varðandi hleðslu rafbíla og hleðsluaðferðir, sem nálgast má með því að smella á þennan hlekk. Sömuleiðis má finna frekari upplýsingar um rafmagnsöryggi og rafbíla, sem nálgast má með því að smella á þennan hlekk.
Mikilvægt er að rekstraraðilar sem bjóða gistingu upplýsi viðskiptavini sína um hvort viðeigandi búnaður til hleðslu rafbíla sé til staðar og hvernig standa skuli að hleðslu.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS