25. febrúar 2025
28. mars 2023
Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) fór fram í Reykjanesbæ 24. – 26. mars sl. Félagið er fagfélag í málefnum er varða brunavarnir og slökkviliðsmál sem starfar að sameiginlegum hagsmunamálum slökkviliða í landinu. Fulltrúum brunavarnasviðs HMS var boðið að taka þátt í fundinum og vera með fræðsluerindi um málefni slökkviliða. Eftirfarandi erindi voru til kynningar og umræðu við stjórnendur liðanna:
- Brunamálaskólinn, þróun og nýjar áherslur
- Brunagáttin, staðan og framtíðarsýn
- Forvarnir og kynningarmál
- Tölfræði útkallsskýrslna og verkefni slökkviliða
- Eftirfylgni með tillögum á skýrslu um stöðu slökkviliða
- Starfshópur um varnir gegn gróðureldum, hlutverk og verkefni
Brunavarnasvið HMS þakkar fyrir góðan og málefnalegan fund og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við slökkviliðin í landinu.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS