2. maí 2025
2. maí 2025
166 nýjar lóðir skráðar í apríl
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Alls voru 166 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá í apríl um allt land, þar af 85 íbúðarhúsalóðir, 30 sumarhúsalóðir og 28 atvinnuhúsalóðir
- Nýjum íbúðarhúsalóðum fjölguðu úr 24 í mars í 85 í apríl, þar sem flestar voru í Svalbarðsstrandarhreppi eða 41 talsins
- Frá áramótum hefur 541 lóð verið nýskráð um land allt, af þeim eru 260 íbúðarhúsalóðir
Alls voru 166 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá HMS í apríl og fjölgar þeim um 63 lóðir milli mánaða. Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða alls 85 talsins. Auk þess voru skráðar 30 sumarhúsalóðir og 28 atvinnuhúsalóðir.
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 15 talsins í apríl, en líklegt er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.
Flestar íbúðarhúsalóðir staðfestar í Svalbarðsstrandarhreppi
Flestar nýjar íbúðarhúsalóðir voru staðfestar í Svalbarðsstrandarhreppi eða um 41 talsins, en lokið var við að stofna nýjar byggingarlóðir í Valsárhverfi sem nú rís nyrst í sveitarfélaginu. Þá er að auki mikil uppbygging í Hörgársveit og voru 17 nýjar íbúðarhúsalóðir staðfestar þar.
Flestar sumarhúsalóðir voru staðfestar í Stykkishólmsbæ eða um 10 talsins og næstflestar í Snæfellsbæ eða um 7 talsins.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS