22. september 2025

100 heimsóknir til söluaðila raffanga frá maí til ágúst á þessu ári

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Á tímabilinu maí til ágúst á þessu ári var farið í 100 heimsóknir til söluaðila raffanga, í þessum heimsóknum voru 2.230 rafföng „skimuð“. Með skimun er átt við lauslega skoðun á sem flestum rafföngum á viðkomandi sölustað með það að markmiði að sigta út rafföng sem ekki uppfylla kröfur, m.a. með því að yfirfara merkingar, þ.m.t. CE-merkingar.

Af skimuðum rafföngum flokkuðust flest sem raflagnabúnaður (466), ýmiskonar heimilistæki (399), lýsingarbúnaður (391), tölvur og ýmiskonar skrifstofuvélar (228).

HMS annast markaðseftirlit með rafföngum á Íslandi. Stofnunin fylgist með rafföngum á markaði og tekur við ábendingum frá notendum og öðrum aðilum. Faggilt skoðunarstofa, BSI á Íslandi ehf, annast í umboði HMS, framkvæmd skoðana á rafföngum á markaði í samræmi við gildandi samning hverju sinni, verklagsreglur og skoðunarhandbók stofnunarinnar.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS