19. september 2025
19. september 2025
Fundur um stöðu íbúðauppbyggingu og framtíðarhorfur
HMS boðar til opins fundar um stöðu íbúðauppbyggingar fyrir landið allt þriðjudaginn 23. september. HMS mun þá gefa út greiningu á niðurstöðum septembertalningar á íbúðum í byggingu. Fundurinn hefst kl. 12:00 í húsnæði HMS í Borgartúni 21. Léttar veitingar verða í boði fyrir fundargesti. Fundinum verður hægt að fylgjast með í streymi.
Á fundinum verða kynntar niðurstöður talningarinnar og verða einnig ávarpaðar áskoranir og sjónarmið sveitarfélaga og byggingaraðila þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
Dagskrá
- Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá HMS - Sjónarmið byggingaraðila
Rannveig Eir Einarsdóttir, forstjóri Reir verks ehf. - Pallborðsumræður
Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá HMS
Rannveig Eir Einarsdóttir, forstjóri Reir verks ehf.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Fundarstjóri verður Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS