Um­­hverf­­is- og lofts­lags­­stefna

Um­­hverf­­is- og lofts­lags­­stefna

HMS samþykkti umhverfis- og loftslagsstefnu haustið 2020 til að draga úr kolefnislosun og umhverfisáhrifum starfseminnar og styðja vistvæna þróun í mannvirkjageiranum.

Helstu markmið til 2030:

  • 40% samdráttur í kolefnislosun á ársverk miðað við 2019 Minni losun frá flugi, akstri, úrgangi og orkunotkun Aukin áhersla á vistvænar samgöngur og innkaup
  • Kolefnisjöfnun frá og með 2020
  • Draga úr umhverfisáhrifum reksturs Meiri flokkun, minni sóun, stuðningur við vistvænar samgöngur Minni notkun á pappír, hreinsiefnum og prentþjónustu

Aðgerðaáætlun 2020-2023:

  • Innleiðing og viðhald Grænna skrefa
  • Markviss vistvæn innkaup
  • Kolefnisjöfnun með ábyrgum hætti
  • Fræðsla til starfsfólks og samfélagsins um vistvæna mannvirkjagerð

Eftirfylgni og ábyrgð:

  • Árangursmælingar í gegnum Grænt bókhald
  • Skil á niðurstöðum til Umhverfisstofnunar og birting á vef HMS
  • Stjórn HMS rýnir og endurskoðar stefnuna árlega

Stefnan er í samræmi við íslensk loftslagslög, Parísarsamkomulagið og Heimsmarkmið SÞ.