Heims­mark­mið­in

Heims­mark­mið­in

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt árið 2015, og aðildarríkin hafa skuldbundið sig til innleiðingar þeirra til ársins 2030.

HMS leggur áherslu á fimm Heimsmarkmið sem endurspeglast í lögbundnu hlutverki, stefnu og verkefnum stofnunarinnar:

  • #11 Sjálfbærar borgir og samfélög – Í forgrunni hjá HMS, með áherslu á öryggi, heilnæmi og stöðugleika á húsnæðismarkaði.
  • #9 Nýsköpun og uppbygging – Stuðningur við rannsóknir og nýsköpun í húsnæðis- og mannvirkjageiranum.
  • #17 Samvinna um markmiðin – Markvisst samstarf við hagaðila innanlands og á alþjóðavettvangi.
  • #16 Friður og réttlæti – Áhersla á skilvirka, ábyrga stjórnsýslu og aðgengi að upplýsingum um húsnæðismál.
  • #13 Aðgerðir í loftslagsmálum – Endurspeglast í umhverfisstefnu HMS, Grænum skrefum og verkefninu Byggjum grænni framtíð.

Forgangsmarkmið HMS styðja alþjóðlegar skuldbindingar stjórnvalda og stuðla að aukinni sjálfbærni.

Nánar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna