Markmið:
Virkni fasteignamarkaðar
Yfirstjórn fasteignaskráningar en í fasteignaskrá skal skrá allar fasteignir, upplýsingar um lönd og lóðir og hnitsett afmörkun þeirra, mannvirki við þau skeytt og réttindi ásamt því að vinna fasteigna- og brunabótamat allra fasteigna á Íslandi, sbr. lög nr. 6/2001, um skráningu, merki og mat fasteigna og lög nr. 48/1994 um brunatryggingar.
Í fjármálaáætlun falla verkefni þessa hluta undir málefnasvið 31 (Húsnæðis- og skipulagsmál) og 6 (Hagskýrslugerð og grunnskrár), en undir því síðarnefnda er fjallað um miðlun upplýsinga og rekstur á grunnskrám um mikilvæg réttindi; stafrænar lausnir, öryggi, upplýsinga- og þjónustuveitur; grunngerð, öflun, viðhald og miðlun landupplýsinga og stefnumótun, innleiðing og samræming opinberra gagna.
Mælikvarðar:
- Flatarmál lands afmarkað í landeignaskrá
- Lækkun á tækniskuld fasteignaskrár
- Afgreiðslutími matsbeiðna
Aðgerðir/stefnuverkefni:
- Þróun matskerfa fasteigna- og brunabótamats
- Þróun nýs álagningarkerfis fasteignagjalda