Fyrir fagaðila

Fyrir fagaðila

Fyrir fagaðila

Fyrir fagaðila

Skrán­ing stað­fanga

Skrán­ing stað­fanga

Staðfang (e. Access address) geymir bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu. Með lýsandi upplýsingum er til að mynda átt við í hvaða sveitarfélagi, bæ eða hverfi staðfangið er og við hvaða götu. Með rúmfræðilegum upplýsingum er átt við tvívítt hnit í samræmdu landshnitakerfi.

Staðföng nýtast þannig við skráningu einstaklinga, fyrirtækja, landeigna, mannvirkja, svæða eða annars sem þörf er á. Staðföng gagnast því almenningi með beinum hætti, sem og í gegnum hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki, svo sem stjórnvöld, neyðarþjónustu, rannsóknaraðila, veitufyrirtæki og fleiri.

Í grunninn er staðfang áfangastaður. Það vísar á inngang mannvirkis eða annars konar aðkomu. Tengslum staðfanga og landeigna er þannig háttað að mörg staðföng geta verið tengd hverri landeign en aðeins ein landeign er tengd hverju staðfangi. Þannig getur t.d. hver stigagangur fjölbýlishúss átt sitt staðfang.

Yfir 98% fasteigna í fasteignaskrá hafa tengingu við hnitsett staðfang.

Sveitarfélög bera ábyrgð á skráningu staðfanga innan sinna staðarmerkja og að upplýsingar séu efnislega réttar. Öllu jafna eru það skipulags- og/eða byggingarfulltrúar sveitarfélaga sem breyta skráningu staðfanga. 

Staðfangaskrá er aðgengileg til niðurhals án endurgjalds.

Handbók um skráningu staðfanga - Leiðbeiningar

Handbók um skráningu staðfanga – notkunardæmi

Reglugerð um skráningu staðfanga

Sækja Staðfangaskrá