Staðfangaskrá
Staðfangaskrá
Sækja Staðfangaskrá (CSV)
Staðfang hefur að geyma bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu áfangastaðar.
Staðfangaskrá er hér á .csv (comma-separated values) formi, þar sem hver færsla kemur sem ein lína og einstök gildi eru aðgreind með kommu ( , ). Auðvelt er að opna skrána og vinna með hana í töfluforriti, eins og t.d. Excel, eða færa hana beint inn í gagnagrunn. ASCII kóði þarf að vera stilltur á UTF-8 svo að séríslenskir stafir komi rétt fram.
Skráin er uppfærð kl. 21:00 á hverju sunnudagskvöldi. Mælt er með að notendur uppfæri gögn sín reglulega.
Sjá eigendalýsingu og lýsigögn Staðfangaskrár hér fyrir neðan:
Lýsigögn Staðfangaskrár
Eigendalýsing Staðfangaskrár
| Dálkur | Lýsing | 
|---|---|
| FID | Upplýsingalaust auðkennisnúmer fyrir gagnagrunn ÞÍ. Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni | 
| HNITNUM | Hlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer staðfangs. Hvert staðfang getur verið tengt mörgum hnitum, en hvert hnit hefur aðeins eitt hnitnúmer | 
| SVFNR | Sveitarfélagsnúmer er fjögurra stafa auðkennisnúmer | 
| BYGGD | Byggðarnúmer innan viðkomandi sveitarfélags | 
| LANDNR | Hlaupandi sex stafa auðkennisnúmer landeigna í landeignaskrá HMS | 
| HEINUM | Heitinúmer er sjö stafa auðkennisnúmer staðfanga/fasteignaheita. Eitt heitinúmer er fyrir hvert staðfang. Annarstaðar er þetta kallað staðfanganúmer | 
| MATSNR | Matsnúmer (7 stafir). Raðnúmer. Sérhver matseining er auðkennd með matsnúmeri. Sum staðföng benda á ákveðna matseiningu | 
| POSTNR | Póstnúmer þess póstsvæðis sem staðfang er innan skv. nýjustu upplýsingum frá Byggðastofnun | 
| HEITI_NF | Staðvísir í nefnifalli | 
| HEITI_TGF | Staðvísir í þágufalli | 
| HUSNR | Staðgreinir, húsnúmer | 
| BOKST | Staðgreinir, viðbættur bókstafur | 
| VIDSK | Staðgreinir, viðskeyti við staðfang | 
| SERHEITI | Sérheiti staðfangs | 
| DAGS_INN | Dagsetning fyrstu innskráningar | 
| DAGS_LEIDR | Dagsetning síðustu leiðréttingar | 
| GAGNA_EIGN | HMS er eigandi staðfangaskrár | 
| TEGHNIT | Tegund hnits: 0 = Eftir að yfirfara tegund hnits, 1 = Áætlaður miðpunktur mannvirkis, 2 = Staðsetning megin inngangs í mannvirki, 3 = Hnitpunktur staðsettur á innkeyrslu lóðar, 4 = Hnitpunktur staðsettur með vissu innan lóðamarka, 5 = Hnitpunktur staðsettur innan áætlaðs byggingarreits | 
| YFIRFARID | Staða hnits: 0 = Óyfirfarið, 1 = Yfirfarið, 2 = Þarf endurskoðun, 9 = Vantar heitinúmer | 
| YFIRF_HEITI | Þessi dálkur er ekki lengur nýttur. | 
| ATH | Notað til ítarlegri aðgreiningar t.d. á matshlutum og skráningu heimildarmanna eða heimilda | 
| NAKV_XY | Áætluð skekkjumörk í metrum | 
| HNIT | Staðsetning staðfangs í ISN93 formi. Sett fram sem "POINT (X-hnit Y-hnit)". Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni | 
| N_HNIT_WGS84 | Norður hnit í breiddargráðu WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu. | 
| E_HNIT_WGS84 | Austur hnit í lengdargráða WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Mínus merki og fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu. | 
| NOTNR | Auðkennisnúmer þess starfsmanns sem átti síðast við þetta hnit í gagnagrunninum | 
| LM_HEIMILISFANG | Birtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR) | 
| VEF_BIRTING | Birtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR) | 
| HUSMERKING | Sýnir dálkana HÚSNR og BOKST saman |