Sækja Staðfangaskrá (CSV)

Staðfang hefur að geyma bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu áfangastaðar.

Staðfangaskrá er hér á .csv (comma-separated values) formi, þar sem hver færsla kemur sem ein lína og einstök gildi eru aðgreind með kommu ( , ). Auðvelt er að opna skrána og vinna með hana í töfluforriti, eins og t.d. Excel, eða færa hana beint inn í gagnagrunn. ASCII kóði þarf að vera stilltur á UTF-8 svo að séríslenskir stafir komi rétt fram.

Skráin er uppfærð kl. 21:00 á hverju sunnudagskvöldi. Mælt er með að notendur uppfæri gögn sín reglulega.

Sjá eig­enda­lýs­ingu og lýsigögn Stað­fanga­skrár hér fyr­ir neð­an:

Lýsigögn Staðfangaskrár

Eig­enda­lýs­ing Stað­fanga­skrár

DálkurLýsing
FIDUpplýsingalaust auðkennisnúmer fyrir gagnagrunn ÞÍ. Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni
HNITNUMHlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer staðfangs. Hvert staðfang getur verið tengt mörgum hnitum, en hvert hnit hefur aðeins eitt hnitnúmer
SVFNRSveitarfélagsnúmer er fjögurra stafa auðkennisnúmer
BYGGDByggðarnúmer innan viðkomandi sveitarfélags
LANDNRHlaupandi sex stafa auðkennisnúmer landeigna í landeignaskrá HMS
HEINUMHeitinúmer er sjö stafa auðkennisnúmer staðfanga/fasteignaheita. Eitt heitinúmer er fyrir hvert staðfang. Annarstaðar er þetta kallað staðfanganúmer
MATSNRMatsnúmer (7 stafir). Raðnúmer. Sérhver matseining er auðkennd með matsnúmeri. Sum staðföng benda á ákveðna matseiningu
POSTNRPóstnúmer þess póstsvæðis sem staðfang er innan skv. nýjustu upplýsingum frá Byggðastofnun
HEITI_NFStaðvísir í nefnifalli
HEITI_TGFStaðvísir í þágufalli
HUSNRStaðgreinir, húsnúmer
BOKSTStaðgreinir, viðbættur bókstafur
VIDSKStaðgreinir, viðskeyti við staðfang
SERHEITISérheiti staðfangs
DAGS_INNDagsetning fyrstu innskráningar
DAGS_LEIDRDagsetning síðustu leiðréttingar
GAGNA_EIGNHMS er eigandi staðfangaskrár
TEGHNITTegund hnits: 0 = Eftir að yfirfara tegund hnits, 1 = Áætlaður miðpunktur mannvirkis, 2 = Staðsetning megin inngangs í mannvirki, 3 = Hnitpunktur staðsettur á innkeyrslu lóðar, 4 = Hnitpunktur staðsettur með vissu innan lóðamarka, 5 = Hnitpunktur staðsettur innan áætlaðs byggingarreits
YFIRFARIDStaða hnits: 0 = Óyfirfarið, 1 = Yfirfarið, 2 = Þarf endurskoðun, 9 = Vantar heitinúmer
YFIRF_HEITIÞessi dálkur er ekki lengur nýttur.
ATHNotað til ítarlegri aðgreiningar t.d. á matshlutum og skráningu heimildarmanna eða heimilda
NAKV_XYÁætluð skekkjumörk í metrum
HNITStaðsetning staðfangs í ISN93 formi. Sett fram sem "POINT (X-hnit Y-hnit)". Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni
N_HNIT_WGS84Norður hnit í breiddargráðu WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu.
E_HNIT_WGS84Austur hnit í lengdargráða WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Mínus merki og fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu.
NOTNRAuðkennisnúmer þess starfsmanns sem átti síðast við þetta hnit í gagnagrunninum
LM_HEIMILISFANGBirtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR)
VEF_BIRTINGBirtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR)
HUSMERKINGSýnir dálkana HÚSNR og BOKST saman