4. september 2024

Yfir 2.500 leigusamningar féllu úr gildi í ágúst

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Gildum leigusamningum í Leiguskrá fækkar um 567 í ágúst þar sem 2.519 samningar féllu úr gildi á móti 1.952 sem tóku gildi
  • Um 63 prósent leigusamninga sem tóku gildi í ágúst í fyrra um íbúðir í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga féllu úr gildi í mánuðinum
  • Um 16 prósent færri leigusamningar tóku gildi í mánuðinum miðað við sama tíma í fyrra, en í ágúst í fyrra voru alls 2.343 samningar sem tóku gildi

Alls tóku 1.952 samningar gildi í ágúst á sama tíma og 2.519 samningar féllu úr gildi. Þannig fækkaði gildum leigusamningum í Leiguskrá um 567 í mánuðinum. Um 60 prósent leigusamninga sem bæði féllu úr gildi og tóku gildi voru um íbúðir hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr Leiguskrá í upphafi september.

Flest­ir samn­ing­ar sem féllu úr gildi í eigu óhagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga

Hægt er að nálgast upplýsingar um leigusamninga eftir tegund leigusala með því að smella hér. Alls tóku 2.343 samningar gildi í ágúst í fyrra þar sem 1.544 samningar tóku gildi um íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Um 63 prósent af þeim samningum sem tóku gildi þá féllu úr gildi í nýliðnum ágústmánuði.

Líkt og sjá má á mynd hér að ofan hafa aldrei jafn margir samningar dottið úr gildi eins og í ágúst. Þar vega leigusamningar um stúdentaíbúðir þungt, en fjöldi þeirra fellur úr gildi og tekur gildi í byrjun skólaársins í ágústmánuði.

Upp­­lýs­ing­­ar í Leig­u­­skrá í sí­­felldri upp­­­færslu

Hægt er að skrá upplýsingar um leigusamninga afturvirkt í Leiguskrá. Þar af leiðandi er möguleiki á að upplýsingar um fjölda samninga sem taka gildi og falla úr gildi eftir mánuðum taki breytingum yfir tíma.  Ekki er því hægt að tryggja fullkomið samræmi í birtingu slíkra upplýsinga frá einum tíma til annars.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS