16. maí 2024

Vísitölur íbúða- og leiguverðs aðgengilegar á forsíðu HMS

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Nýjar og gamlar vísitölur íbúða- og leiguverðs eru nú aðgengilegar á forsíðu HMS og í gegnum vefslóðina www.hms.is/visitolur. Þar er einnig hægt að sækja gögn með sameinuðum vísitölum til að meta verðþróun íbúðaverðs og leiguverðs aftur í tímann.

Líkt og HMS hefur áður greint frá tók stofnunin upp nýja vísitölu íbúðaverðs í janúar, ásamt undirvísitölum fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vísitöluna má nálgast á mynd hér að neðan, þar sem hún er bakreiknuð til janúarmánaðar 2020.

Einnig má nálgast eldri vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið 1994-2024 sem var birt á vef Fasteignaskrár, auk sameiginlegrar vísitölu, sem er byggð er á eldri vísitölum íbúðaverðs fyrir tímabilið 1981-2024 og nýrri undirvísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og tekur gildið 100 í janúar 2024.

HMS kynnti einnig nýja vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í ársbyrjun, en hún er byggð á gögnum úr nýrri stafrænni leiguskrá.  Vísitöluna má sjá hér að neðan, ásamt eldri vísitölu leiguverðs sem var birt á vef Fasteignaskrár. Þar að auki má nálgast sameiginlega vísitölu, sem er byggð á eldri vísitölu leiguverðs og þeirri nýju og tekur gildið 100 í maí 2023.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS