23. desember 2024
20. nóvember 2024
Vísitala leiguverðs hækkaði um 1,8 prósent í október
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Leiguverð hækkaði í október aftur eftir tveggja mánaða lækkun
- Gildi vísitölunnar í október er nú svipað og var í júlí síðastliðnum
- 12 mánaða raunbreyting leiguverðs nam 5,8 prósent í október og er meiri en í september
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 118,5 stig í október og hækkaði um 1,8 prósent á milli mánaða eftir að hafa lækkað tvo mánuði í röð í ágúst og september. Gildi vísitölunnar í október er nú svipað og það var í júlí síðastliðnum.
Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 11,16 prósent, á sama tíma og verðbólga mældist 5,1 prósent og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 8,7 prósent, líkt og taflan hér að neðan sýnir.
Vísitala leiguverðs byggir á vegnu meðaltali leiguverðs á fermetra hjá hefðbundnum íbúðum í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigufélaga. Niðurstöður eru vegnar saman með veltu íbúða með sama herbergjafjölda á síðustu 12 mánuðum. Stuðst er við leigusamninga síðastliðinna tveggja mánaða við útreikning vísitölunnar, svo októbergildi hennar tekur mið af leigusamningum í september og október.
Leiguverðsjá sýnir sambærilega hækkun og vísitalan
Ný leiguverðsjá kom út á vef HMS í september, en með henni geta leigusalar og leigutakar nálgast upplýsingar um markaðsverð íbúða og fjölda leigusamninga í hverjum mánuði.
Samkvæmt leiguverðsjánni hækkaði markaðsleiga tveggja og þriggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 2,2 prósent á milli september og október, en fermetraverð á leigu slíkra íbúða nam 4.054 krónum í október. Hafa ber þó í huga að leiguverðsjáin sýnir ekki leiguverð einstakra samninga, einungis meðaltöl.
Nýtt mælaborð fyrir vísitölur HMS
Nýtt mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er nú aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, auk þess er hægt að nálgast eldri og sameinaðar vísitölur leiguverðs. Mælaborðið má finna á https://hms.is/gogn-og-maelabord/visitolur
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS