23. desember 2024
22. febrúar 2023
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2023
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 229,4 stig í janúar 2023 (janúar 2011=100) og lækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 2,7% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 8,1%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 229,4 stig í janúar 2023 (janúar 2011=100) og lækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 2,7% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 8,1%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.
Vísitala leiguverðs byggir á þinglýstum leigusamningum. Hafa verður í huga að alls ekki öllum leigusamningum er þinglýst og ekki er víst að úrtakið gefi óbjagaða mynd af þróun leiguverðs. HMS hefur nú tekið í notkun leiguskrá í húsnæðisgrunni sínum. Því má búast við að þinglýstum leigusamningum fækki og þar með verði enn meiri hætta á að vísitala byggð á þinglýstum samningum gefi ekki rétta mynd af verðþróun. Þegar reynsla verður komin á skráningu í grunninn mun HMS nýta upplýsingar úr húsnæðisgrunni til að endurskoða aðferðir við útreikning á vísitölu leiguverðs.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS