17. janúar 2024

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í desember 2023

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 250,6 stig í desember 2023 (janúar 2011=100) og hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,1% en síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,2%.

Núverandi vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu byggir á þinglýstum leigusamningum. Hafa verður í huga að aðeins litlum hluta leigusamninga er þinglýst og því ekki víst að úrtakið gefi rétta mynd af þróun leiguverðs.

Kynn­ing­ar­fund­ur um nýja leigu­vísi­tölu og leigu­skrá HMS

Þetta er í síðasta sinn sem vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu er reiknuð út frá þinglýstum leigusamningum. Á kynningarfundi á morgun fimmtudaginn 18. janúar https://hms.is/vidburdir/ny-leiguvisitala-og-leiguskra-hms verður kynnt ný vísitala sem reiknuð er út frá leigusamningum í leiguskrá HMS.

Leigu­skrá

Með breytingum á húsaleigulögum um áramótin var HMS falið að halda utan um rafræna skráningu leigusamninga. Er slík skráning nú forsenda þess að fá húsnæðisbætur, en áður var þinglýsingar leigusamnings að jafnaði krafist. Þinglýstum leigusamningum hefur því fækkað töluvert og þar með er enn meira hætta á að vísitala byggð á þinglýstum samningum gefi ekki rétta mynd af verðþróun líkt og HMS hefur bent á síðustu mánuði. Til að mynda byggði leiguvísitalan að meðaltali á 428 nýjum leigusamningum á mánuði árið 2022. Samningarnir voru 149 í nóvember 2023 og 95 nú í desember síðastliðinn.

Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í desember 2023 voru aðeins 196 talsins.

Öllum eru heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS