HMS kynnir nýja leiguvísitölu og leiguskrá
HMS Borgartúni 21
10:00
Upplýsingar
HMS Borgartúni 21
10:00
18
jan.
Þann 18. janúar, kl. 10, mun HMS halda kynningarfund um nýja vísitölu leiguverðs og upplýsingar úr nýrri leiguskrá sem stofnunin hefur sett á laggirnar. Leiguskráin heldur utan um rafræna skráningu leigusamninga og hefur það að markmiði að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn, þróun leiguverðs og lengd leigusamninga. Skráin mun nýtast stjórnvöldum við stefnumótun í húsnæðismálum.
Fundurinn verður haldinn hjá HMS í Borgartúni 21 og streymt á netinu.
Dagskrá fundarins:
Bætt umgjörð um leigumarkaðinn með nýrri leiguskrá
Drengur Óla Þorsteinsson, teymisstjóri á leigumarkaðssviði HMS
Fyrstu tölur úr leiguskrá – grunnur að nýrri vísitölu leiguverðs
Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá HMS
Fundarstjóri er Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS