18. júlí 2018

Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 5,2% síðustu 12 mánuði

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í júní samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,6% milli maí og júní og sérbýli hækkaði í verði um 1,7% milli mánaða. Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 5,2% undanfarna 12 mánuði, samanborið við 4,6% árshækkun í mánuðinum á undan. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur þar með leitað ögn upp á við eftir að stöðugt hafði dregið úr 12 mánaða hækkunartaktinum frá því í september í fyrra.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í júní samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,6% milli maí og júní og sérbýli hækkaði í verði um 1,7% milli mánaða. Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 5,2% undanfarna 12 mánuði, samanborið við 4,6% árshækkun í mánuðinum á undan. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur þar með leitað ögn upp á við eftir að stöðugt hafði dregið úr 12 mánaða hækkunartaktinum frá því í september í fyrra.

Raunverð íbúða, þ.e. vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, hækkaði um 0,2% milli maí og júní en undanfarna 12 mánuði hefur það hækkað um 2,5%. Það er minnsta 12 mánaða raunverðs hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan í ágúst 2013.

626 kaupsamningum um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í júní. Á fyrri helmingi ársins 2018 var samtals 3.546 kaupsamningum þinglýst á svæðinu sem eru um 2% aukning í fjölda samninga frá sama tímabili í fyrra.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS