23. desember 2024
18. apríl 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í mars 2023
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er 963,3 í mars 2023 (janúar 1994=100) og hækkaði um 1,5% á milli mánaða. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,3%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 0,9% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 10,7%.
Sérbýlishluti vísitölunnar er 976,7 í mars 2023 (janúar 1994=100) og hækkaði um 3,4% milli mánaða og fjölbýlishluti vísitölunnar er 961,2 í mars 2023 (janúar 1994=100) og hækkaði milli mánaða um 1,0%.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Stuðst er við kaupsamninga síðastliðinna þriggja mánaða við útreikning vísitölunnar.
Forsendur
Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.
Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um gögn um vísitala íbúðaverðs frá 1994.
Öllum eru heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS