20. ágúst 2024

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,75 prósent í júlí

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Íbúðaverð hækkaði um 11 prósent á milli júlímánaða 2023 og 2024, á sama tíma og verðbólga mældist 6,3 prósent
  • Mánaðarhækkunin nam 0,75 prósentum og var hún mest hjá fjölbýlishúsum á landsbyggðinni
  • Vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði einungis um 0,1 prósent á milli mánaða

Vísitala íbúðaverðs mældist 107,2 stig í júlí og hækkaði um 0,75 prósent á milli mánaða, sem er minni hækkun en í maí og júní þegar vísitalan hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða.

Taflan hér að neðan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Vísi­tala íbúða­verðs fyr­ir júlí 2024

VísitalaGildiBreyting á milli mánaða12 mánaða breyting
Íbúðaverð107,20,8%11,0%
Sérbýli á hbs.107,10,9%13,7%
Sérbýli á landsbyggð108,81,2%11,8%
Fjölbýli á hbs.106,00,1%11,5%
Fjölbýli á landsbyggð110,92,6%11,5%

Á myndinni hér að neðan má sjá þróun nýrrar vísitölu íbúðaverðs, ásamt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð. Einnig sýnir myndin undirvísitölur íbúðaverðs og eldri vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið 1994-2024 sem var birt á vef Fasteignaskrár, auk sameiginlegrar vísitölu, sem er byggð á eldri vísitölum íbúðaverðs fyrir tímabilið 1981-2024 og nýrri undirvísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og tekur gildið 100 í janúar 2024. Myndina má finna á hms.is/visitolur.

Raunverðshækkun íbúðaverðs nam 4,4 prósentum í júlí, en til samanburðar nam hún 3,1 prósenti í júní og 2 prósentum í maímánuði. Raunhækkun íbúðaverðs er drifin áfram af verðhækkunum á landinu öllu, en íbúðaverð hækkaði umfram verðbólgu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS